Engin pása

Ég sat og aðstoðaði dóttur mína—sem er ekki alveg þolinmóðasta manneskja í heimi—við heimanám

Albert kemur til mín með tár á hvarmi og knúsar mig innilega

Pabbi: „Hvað er að?“

Albert: „Ég er svo leiður að þú fékkst enga pásu“

Pabbi: „Pásu?“

A: „Fyrst var ég óþekkur smákrakki og einmitt þegar ég hætti því varð Sandra unglingur og fékk unglingaveikina. Bráðum fær Telma unglingaveikina og áður en henni batnar verð ÉG örugglega kominn með unglingaveikina!“


Posted

in

by