Tag: life

  • Furðuverk

    Pabbi vinnur heima því Albert er veikur. Ekki mjög veikur, en var mjög óhress í morgun Pabbi biður Albert að hafa sig hægan því nú þarf hann að fara á fund: „Ef þú heyrir mig tala ensku, þá er ég ekki að tala við þig!“ Fundurinn klárast loksins Albert: „Er fundurinn núna búinn?“ P: „Já“…

  • Hvert fer heiðagæs

    Hvert fer heiðagæs

    í hugræna atferlismeðferð við geðklofa? (stundum spjöllum við Albert um allskonar. Við vorum úti að labba með Húgó, og tveir hópar af heiðagæsum flugu yfir. Við veltum fyrir okkur hvert þær gætu verið að fara)

  • Fundur

    Þessi fundur jók stórlega trú mína á ungdóminn

  • web

    web

    spider

  • Púpí

    Albert, á leiðinni á klósettið: „Púpí, jú hef tú gó intú ðe ósjen tú mít the sjarks“ 1 mínúta… *skaðræðisöskur* „Nóóóóó! Æ dón’t want tú gó in ðe ósjen!!“

  • Master

    Get ekki hætt að hugsa um stelpuna sem sagði að uppáhalds Metallica lagið sitt væri Master of Puppies

  • Hjálp

    Hjálpa Söndru að æfa sig og undirbúa og taka svo upp lestur á barnaljóð … á dönsku: 1 klukkutími Hjálpa Söndru að koma fokkings hljóðfælnum með ljóðaupplestrinum af fokkings símanum og inn á fokkings Chromebook tölvuna: 2 klukkutímar

  • Leit

    Sandra var mjög leið þegar hún kom niður í morgun. Sagði að hún hefði sofnað með airpods í eyrunum og svo þegar hún vaknaði fann hún bara annað þeirra. Hún var búin að leita út um allt — taka sængina úr sængurverinu og færa rúmið frá veggnum en fann ekkert. Ég fór upp til að…

  • Gæsahúð

    Pabbi: *annars hugar* Sandra: „Það er svo oft sem ég fæ gæsahúð í augun!“ P: … P. „Nei!!?“

  • Built to Spill

    Hvernig í hártogandi andskotanum gat ég gleymt Built to Spill?

  • Sig?

  • Eða hittó

    Allt í einu mundi ég mjög skýrt eftir „eða hittó“ Þegar ég var lítill var þetta stytting á „eða hitt þó heldur“. Þú semsagt fjálglega lýstir skoðun þinni á einhverju: „Djö hvað er ógó gaman í skólanum!“ en snerir henni svo óforvarandis á hvolf: „…eða hittó!“ (les: Það er ekki ýkja gaman)