Tag: life

 • Master

  Get ekki hætt að hugsa um stelpuna sem sagði að uppáhalds Metallica lagið sitt væri Master of Puppies

 • Hjálp

  Hjálpa Söndru að æfa sig og undirbúa og taka svo upp lestur á barnaljóð … á dönsku: 1 klukkutími Hjálpa Söndru að koma fokkings hljóðfælnum með ljóðaupplestrinum af fokkings símanum og inn á fokkings Chromebook tölvuna: 2 klukkutímar

 • Sandra var mjög leið þegar hún kom niður í morgun. Sagði að hún hefði sofnað með airpods í eyrunum og svo þegar hún vaknaði fann hún bara annað þeirra. Hún var búin að leita út um allt — taka sængina úr sængurverinu og færa rúmið frá veggnum en fann ekkert. Ég fór upp til að…

 • Pabbi: *annars hugar* Sandra: „Það er svo oft sem ég fæ gæsahúð í augun!“ P: … P. „Nei!!?“

 • Built to Spill

  Hvernig í hártogandi andskotanum gat ég gleymt Built to Spill?

 • Sig?

 • Eða hittó

  Allt í einu mundi ég mjög skýrt eftir „eða hittó“ Þegar ég var lítill var þetta stytting á „eða hitt þó heldur“. Þú semsagt fjálglega lýstir skoðun þinni á einhverju: „Djö hvað er ógó gaman í skólanum!“ en snerir henni svo óforvarandis á hvolf: „…eða hittó!“ (les: Það er ekki ýkja gaman)

 • Bóndi

  Bóndi

 • Duolingo

  Duolingo

  Segðu mér að þú hafir verið atvinnulaus í þrjá mánuði og sért smá obsessive án þess að segja mér að þú hafir verið atvinnulaus í þrjá mánuði og sért smá obsessive

 • Ranghugmyndir

  Amerískir grínþættir á níunda og tíunda áratugnum gáfu mér miklar ranghugmyndir um hversu oft ég ætti eftir að hlaupa til og bjóða einhverjum að anda í bréfpoka þegar þau færu að ofanda í kvíðakasti

 • Afleiðingar

  Í gegnum tíðina hef ég verið varaður við hinum ýmsustu afleiðingum þess að eignast börn. En aldrei nokkurn tímann hefur svo mikið sem ein sála imprað á þeim möguleika að kvöld eitt gæti ég þurft að sitja stjarfur af þreytu að aðstoða barn við að teikna ættartré upp úr Gísla sögu Súrssonar

 • Óvænt símtal

  Síminn hringir. Sandra Bíddu, klukkan er 8.27! Skólinn er byrjaður?? Hún má ekkert vera í símanum!! Ætli hún sé nokkuð slösuð?!? Hún braut jú tönn fyrir stuttu Pabbi: *hjartað slær hraðar* „Hæ? Er allt í lagi?“ Sandra: „Pabbi, hvað gerirðu í vinnunni þinni?“