[það liggur svo lifandiskelfingarósköp vel á siggamus núna, og skýrast afköstin af því einu. tvær briljant og vellukkaðar þynnkur gera kraftaverk fyrir glefsugjörðarmenn. í framhaldi af nýliðinni glefsu hefur orðið það framhald að rúmfatalager á ekki kisugildru á lager. siggimus stendur aleinn og óstuddur í baráttu gegn óvætti]
pistill: af skemmdum eplum, handboltum, innanhússarkitektúrum og litlum mat
1. kafli: (útskýr) skemmd epli
hváir þá væntanlega einkur. hvað er siggamusin að fara? skemmd epli? hananú! en bíðið og hafið þolinmæði. siggimus komst nefnilega nýverið svo að orði yfir viskíglasi á ónefndu borði á grand rokk nýjum: þær eru eins og skemmd epli. var hann þar að útskýra tilfinningar sínar og álit á gagnsemi frauka þeirra er teppi sleikja. er þá vísað til þess að skemmd epli gagnast siggamus lítið og er voða vont að reka glyrnu í orm í þann mund er maður setur tennurnar í þrýstið og safaríkt og fallegt og vaxborið og geislað epli. aurinn sem látinn var fyrir eplið er kannski ekki stór, og ekki vandamál hjá ríkisbubbum sem súpa dýrasta vískí knæpa í tilheyrandi stellingum. það sem svíður sárast er að tíminn sem fer í að bera það heim úr bútíkkinni, er farinn í glatkistuna og aldrei hann kemur til baka.
[1. kafli b: (útúrdúr, en hér er mórall fólgin og speki mikil, svo sperrið eyrun og skrifið glósur) speki
ekki hnussa. tími er dýrmætur. hann má nýta í að skrifa glefsur og fleira smálegt sem gerir heiminn að aðeins betri búllu en ella. hugsaðu um það besta sem þú hefur gert (diggadigg, græða fullt af pening, borða ost, drekka kók) og spáðu í hvernig væri að gera það í klukkutíma á dag. þá væri sko gaman? hmm?]
2. kafli: (annekdót) handbolti
í gær sat siggimus smá og sá sjónvarp. það var í gangi og í því stúlkukind að hella dýrindis freyðivíni á buddu sína, og karlmaður eftir fremsta megni að bjarga víninu frá því að lenda á gólfinu. svo valdi siggimus stans og þá tóku við stúlkukindur í tveimur hópum að leika sér með bolta, og karlmaður lýsti aðförunum í smáatriðum. innan skamms tóku að myndast tilfinningabönd milli mín og ákveðinna liðsmanna hvors hóps fyrir sig (aðallega nr. 10, 13 og 18, ef siggimus man rétt), og varð oft kátt í höllinni ef þær stóðu sig vel. einnig var dómaranum úthúðað, eins og er víst til siðs í svonalöguðu, ef hann þótti gera eitthvað á hlut þeirra, eða lét aðra komast upp með derring við þær. vangaveltur um öfundsvert hlutskipti þjálfara hópsins gerðu vart við sig, og voru dregnar upp myndir af því hvernig launa mætti þeim sem eru í mestum metum eftir leik, ellegar skamma, og málaðar myndir af ýmsum skondnum atvikum úr sturtuklefanum eftir sigurleik. einnig spunnust umræður um réttmæti þeirra aðferða sem beitt er við val á liðsmönnum, og leiðir til að bæta útsendingar sjónvarps frá kappleiknum til muna. má þar nefna birtingu nærmynda, td passamynda, (en þó mynda sem teknar eru í þessum tilgangi sérstaklega) á viðeigandi augnablikum, til að styrkja tilfinningaböndin sem óneitanlega myndast við svo vaskan hóp fljóða. finnur þá meðábýlismaður siggamusar upp á því uppátæki að spólera gleðina og gauka að honum þeim fróðleiksmola að skemmd epli séu landlæg í geira þessum; fraukur þessar sleiki teppi í stórum stíl.
3. kafli: (annekdót) fögnuður, innanhússarkítektúr, lítill matur, spú
í gærkveldi rambaði siggimus inn í gleðskap, og er fátt nema gott um það að segja. verður þó að minnast á þátt ratvíss leiðsögumanns, sem hafði tekist að breyta 56 í 26 á tuttugu mínútum, en af því hlaust jú heilsubótarganga, sem engum varð meint af. meðal þess sem athygli vakti var að gleðskapur þessi mannaður mörgu fólki, sem var mestmegnis af erlendu bergi brotið, og stórskemmtilegt og bráðfrumlegt skemmtiatriði er lítið afmælisbarnið fékk að gjöf. vöktu innanstokksmunir einnig mikla aðdáun og greinilega hugsun að baki. “bara endurunni sorpu-stíllinn” sagði lítið afmælisbarnið og brosti lítillátt. smekklega bráðnuð og niðurlút lítil kerti í haganlega smíðuðum stjaka vöktu einlæga kátínu, þó metafórísk merkingin hafi ekki orðið augljós fyrr en síðar. lítill matur sem boðinn var til átu smakkaðist prýðilega, fram að sakleysislegum jalapeño-piparnum, eftir hann smakkaðist fátt. skemmtiatriðin er um var getið voru eftirfarandi: farand-fjölleikafólk fór út í garð með mikið magn grillolíu, hvar gestum og gangandi var skemmt með eldspúi, -gleypingum, og fleiri fjöllistum þeim tengdum, við mikinn hróður. svo mikinn hróður reyndar að lögreglufólk kom í miðju klappi og vildi fá að vera með. nema hvað. ekki er ýkja langt liðið á gleðskap þegar einsýnt þykir að mannskapurinn (kvenskapurinn?) er mestmegnis saman settur úr skemmdum eplum. hnuss. sú kenning kom fram að erlendis sé einungis skemmd epli að finna, en ekki gafst tækifæri til að sanna hana þessu sinni. nánar um það síðar? að endingu var haldið á brott úr fögnuði þessum, og hans saknað strax í dyrunum, og enn þann dag í dag vöknar hvarmur við tilhugsun. buhu.
4. kafli: (hugleiðing) tilveruréttur?
jú, ætli það ekki. brúklegt sem handboltafólk og sem innanhússarkítektar og sem afmælaskipuleggjendur og sem tilreiðendur lítils matar. er reyndar siggimus tekinn að spöklera í að munstra þessa litlu í að organísera húsið sitt að innan sem og afmæli næsta. handbolta get ég tæpast brúkað hana í, enda er hún voða lítil, og smá eftir því.
með þökk fyrir áheyrnina. lifið heil
—
m/miklumagnikærleiksogumhyggju,
-siggimus/valis/hannibal/rest
http://vu2057.freddie.1984.is/siggimusteste.to
ps: eventuelle høns i øregangen bedes flytte sig
Leave a Reply