glefsa úr lífi músar í tvælæt sóni

(lengi von á einni sagði kellingin og dó)

um leið og afsökunar hlýtur boðist fyrir þá ósvinnu að þegja þunnu hljóði mánuðum saman, kemur loks hljóð úr tunnu.

formáli: varúð! ekki pota!

hérna, vitiði, sluffurnar og járnin sem eru efst í ofnum og sona, sona þið vitið sem verður sotlið heitt, og jafnvel rautt þegar ofninn er að baka?

æ, hérna, elementið?

hérna, ekki pota í það meðan ofninn er að baka.

kafli 1: ‘nei, ég er ekkert veitingahús’

eftir að hafa heyrt 893.723 sinnum að austur-indíafjelagið gefi manni (og mús) best að borða í heimi, og að sjeikspíreinsogannleggursigánítíuogsjömínútum væri besta leikrit í heimi, hringdi siggimus í berglindi, sína leikhúsfrillu ágæta, og tilkynnti að nú skyldi farið út á líf. ‘altílæ,’ segir hún rétt eins og konu sæmir. ‘siggimus pantar borð og kaupir miða og sona.’ ‘altílæ. spurðu hvort sé rabatt fyrir stúdínur.’

siggimus hringir og pantar miða og fer svo og kaupir miða og hringir svo og spyr hvort sé rabatt fyrir stúdínur og segir sjúkkitt! þegar konan segir nei.

eitt bje: borð pöntuð

líður að kveldi og siggimus hyggur á borðapantanir. www.simaskra.is segir númerið vera 552 1630 og siggimus velur.

‘halló’

‘halló? eee, ert þú ekki veitingahús?’

‘veitingahús? ne-ei. ég er ekki veitingahús’

‘hananú! ekki einusinni austur-indíafjelagið, ha?’

‘nei. ég er bara kona’

‘ja hérna!’

‘af hverju eru allir að hringja í mig og halda að ég sé austur-indíafjelagið?’

‘aþþí símaskráin segir að þú sért það?’

‘minnar er samt búin að vera með sona númer í marga mánuði’

‘og heitir austur-indíafjelagið í skránni?’

‘obosí’

‘ókeibæ!’

eitt sje: einn-einn-tveir:

einn-einn-tveir: ‘austur-indíafjelagið?’

‘552 1630’

‘onei’

‘ojú!’

‘neibb’

‘uu? akkuru segir siggimus það?’

‘konan sem svarar þar segist ekki vera neitt restaurant’

‘jáenn! hér stendur, ‘austur-indíafjelagið, opið frá 18 til tuttugogþrjú”

‘samt…’

‘ojæja’

eitt dje: aftur

552 1630

‘halló’

‘halló kona. ertu ennþá bara kona og ekkert austur-indíafjelag?’

‘ég er voða hrædd um það…’

‘árans vesin’

eitt eff: daginn eftir, enn

552 1630

‘austur-indíafjelagið, gott kvöld’ svarar austur-indíafjelagskur karlmaður.

‘uu,’ á siggamus kemur vabbla, ‘hérna, …ee… áttu laust borð í kvöld …ee… klukkan átta?

‘já, hvað er nafnið?’

‘siggimus’ …o.s.frv.

lok

hvað veldur? situr siggimus og spöklerar að þessu loknu? stundum svarar kona sem er ekkert veitingahús, en stundum svarar kall sem er veitingahús?

tvennt kemur helst til greina:

  1. lítil, en að sama skapi ill, púkakona situr við síma á austur-indíafjelagi og hrekur burtu litla kúnna í massavís með því að segjast bara vera kona og ekkert austur-indíafjelag
  2. siggimus fékk þarna samband við paralel júnívers í smástund. í þessu júniversi er ekkert austur-indíafjelag, heldur bara einkur kona sem er ekkert restaurant. en svo hætti vírunum að slá saman og hann fékk bara samband við sitt eigið

tvímælalaust og án efa b.

akkuru? aþþí það getur ekki verið til sona lítil og vond púkakona sem vill vera sona vond við siggamus. og aþþí í þokkabót vill siggimus svei hans þá ekki lifa í veröld þar sem svarið er a.

það er barasta miklu meira gaman hér á plánetu siggimus 🙂

Comments

Leave a Reply