glefsa úr lífi meira ofsótts manns (frh./part II)

enn er beðið framköllunar mynda frá ferðalagi (bestu) er á hendur var tekið nýverið, en afleiðingar þess standa nú ljósum logum í kringum siggamus, og er siggimus fastur í því neti öllusaman sem fiskur einn, en ekki maður.

sönnur þær er siggimus gæti fyrir málstað mínum fært myndu duga siggamusi reyndi siggimus að leita réttar síns fyrir dómstólum, en hreint og klárt hyggjuvitið segir siggamusi að þessháttar gagnist lítið gegn máttarvöldunum.

eins og atburðir síðustu glefsu hafi ekki verið nægjanleg refsing fyrir dramb siggamusar og hroka í útlandinu, skal enn hegnt. á svipuðum tíma sl. miðvikudag áttu sér stað voveiflegir (??) atburðir tveir.

1.

siggimus kemur heim úr vinnu, þreyttur og slæptur og lúinn. er hann losar skóþveng sinn, heyrist brak í kné einu. fylgir því sársauki talsverður, svo að siggimus kveður “á!” við. siggimus fyrtist við, og ákveður að setja umheiminn á pásu. ekki næst klukkutíma svefn sökum verkja í knénu. bölvandi stígur siggimus úr rekkju og ragnandi fer hann fram.

ekki að sökum að spyrja, á fjórða degi fötlunar hefur siggamusi einusinni lukkast að skakklappast útfyrir dyrnar, til stefnumóts við lækni. fremur óþægileg sprauta í knésbót hefir gert af völdum aukin þægindi, án þess þó beinlínis að hægt sé að kalla þægindi. kannski meira minna vont núna.

2.

einnig ber það til um þessar mundir að vart við sig gerir óþefur úr kæliskáp. (þess ber að geta að þetta er ritskoðaða útgáfan svo orðið ‘óþefur’ er hér notað í stað annars og grafískara orðalags) á föstudagsmorgni leyti verður þess vart að léttmjólk er ekki geymd neinstaðar nálægt kjörhitastigi, og semst henni ílla við seriosið. tilraunir til að eiga við termostat skáps gefa lítið af sér. með tveggja tíma fyrirvara er lambalæri á matseðlinum. jarðarförin verður auglýst síðar.

3.

laugardagskvöld. siggamusin farlama. sjónvarp allra landsmanna býður upp á tóma skemmtun: staðir inní hjartanu og hættulegt leyndó [places in the heart & gefährliches geheimnis]. fyrr um kvöldið voru veðurfræðingar áberandi í fréttum, talandi um hífandi rok og pusandi ágjöf. í útlandinu segja kviknakin módel (hver er adrian sklenarikova?) veðurfréttirnar af þvílíkri og annarri eins kúnst að þær skiljast fullkomlega milli tungumála og menningarheima.

“zie dein Strumpf aus” sagði frauka í imbanum og siggimus hrópar upp yfir sig í tómri geðshræringu: “nei! almáttugir! hvenær fær siggimus frí?!? er ætlunin að sitja um siggamus til frambúðar vegna ungæðingsháttar í stundarbrjálæði og ölvímu á erlendri grund?” suk, støn. “siggimus er ykkar besti talsmaður á jörðu niðri! hversu margir ganga um og segja ‘mundu íkarus!’?”

með hlýjum kveðjum úr neðra,
-siggimus

pjes: smá auglýsing: ískápur óskast. strax plís. má kosta ekkert, eða jafnvel minna.
pjesII: mundu íkarus?

Comments

Leave a Reply