ingi

Tvisvar var lítill strákur sem hét Ingi. Hann var voða voða ljótur. Eiginlega ógeðslega ljótur. Hann átti hund. Ingi var alltaf klæddur í lopapeysu, pollagalla og með trefil og vettlinga, en var samt alltaf kvefaður. Enginn vissi af hverju. En Ingi greyið var líka hrikalega leiðinlegur og átti enga vini. Í skólanum var hann alltaf kallaður Aum-Ingi, meira að segja skólastjórinn kallaði hann einu sinni Aum-Inga. En það var bara af því að hann (skólastjórinn) var nýbúinn að komast að því að konan hans hélt framhjá honum með sjötugum karlræfli. En einu sinni kom Ingi með tyggjó í skólann og gaf öllum. Eftir það voru allir góðir vinir hans, meira að segja Tóti töffari.

[skoðaðu svo handritið! frumritið! orginalinn!(eða þannig sko, þetta er nottla bara mynd af orginalnum sko)]

Comments

Leave a Reply