Albert: „Pabbi, mér var illt í hálsinum í dag“
Pabbi: „Æ, hvernig illt?“
A: „Ööö … réttu mér skólatöskuna!“ *gramsar í töskunni, tekur upp póstmöppuna, opnar hana, tekur út bókina sem hann er að lesa, flettir og grandskoðar síðu eftir síðu* „…eins og hnífsstunga!“

Dóttir, að kvitta fyrir lestri: ? „Er ellefti í dag?“
Pabbi: „Nei, tólfti“
Albert, fimm ára, hinu megin í íbúðinni: „Tólfti september?“
P: „Já“
A: „Sölvi á afmæli í dag!“

Albert, 5 ára: „Pabbi, ég kann ekki að segja enn!“
Pabbi: „Ha? Jú, þú varst að segja enn!“
A: „Nei! ég kann ekki að segja enn! Eins og í siggi nús!“
Í 2 klst hefur hann ekki sagt eitt einasta m, þrátt fyrir gildrurnar er við höfum lagt fyrir hann: nanna, nargrét, annæli, narnelaði, njólk, prunp, kórnákur, ab njólk

Í göngutúr í fjöru
Pabbi: *bendir út á haf* „Sérðu stóra skipið sem er að sigla þarna! Sérðu hvað það fer hratt!“
Albert: „Er þetta sjóræningjaskip?“

Albert: „Hvert erum við að fara?“
Pabbi: „Í kirkjugarðinn, manstu þar sem amma er ofan í jörðinni“
A: „Ó já, þar sem amma hans afa var að grafa holu og fór ofaní holuna *leikur að leggjast ofan í holu* og dáaði og setti svo lokið yfir!“

Pabbi: „Við ætlum að fara í bíltúr!“
Albert: „Vei!! Hvert?“
P: „Heimsækja leiðið hennar ömmu. Amma þín er dáin og hún er ofan í jörðinni“
A: ?„Á að setja dáið fólk oní holu?!?“
P: „Ööö, já, hvar á annars að setja þau?“
A: ?„…í ruslið?“

Albert: *vill ganga frá innkaupum í ísskápinn*
Pabbi: *bendir á litlu tveggja þrepa tröppuna sem Albert notar sem stól* „Á ég að rétta þér tröppuna?“
A: *hleypur að stiganum sem liggur upp á efri hæð* „Tröppu? Þessa tröppu? Ætlarðu að taka alla þessa tröppu?“

Kvöldmatur
Albert klárar af diskinum
Pabbi: „Viltu meira?“
A: *Hristir höfuðið ákveðinn. Bendir hneykslaður á mylsnu á diskinum* „Ég er ekki búinn!“

Albert: *fer inn í geymslu* „Pabbi, hvar er litli hamar?“
Pabbi: „Ööööö af hverju vantar þig hamar?“
A: „Til að hama dekkið á ruslabílinn!“