glefsa úr lífi músar í útlandi

nótt 1: upphafið

ævintýrið hófst seint á sunnudagskveldi, þegar penar og þægar mýs eiga að vera farnar í háttinn. en í stað þess að búa sig til svefns, heldur siggimus í ferðalag: fyrst er honum ekið smá, tekur svo rútu smá, og hittir svo smá brjálaða íslendinga sem ætla að verða honum samferða amk spottakorn og lofa ekki góðu: velflestir góðkunningjar hinna og þessara, og hafa samtals unnið sér eftirtalið til afreka: hafa gert talsvert af stuttmyndum; spila og leika undir og syngja í rapphljómsveit; vera handteknir fyrir kommúnisma, anarkisma, ofstæki gagnvart sámi frænda og aðra óværu; og fyrir að fara í københavnskan sú með sveppum og öðru gúmilaði (og vilja reyndar sumir meina að um sé að ræða íslenskt þegar-á-danskri-grundu þjóðarsport, þó siggimus hafi ekki svo mikið sem københavnskan sú einn í komið, hvað þá í selskapi danskra sveppa). svo flýgur siggimus smá.

nótt eitt, part II: flogið heila nótt

flogið alla nóttina í selskap í hálftómri vél.

dagur 1: beðið

vi sad tre timer på kastrup. drak lidt øl. spillede lidt musik. ventede.

dagur 1, b: flogið smá meira

flogið til helsinki. helsinki en hyvä. en ymere suomea. olen islantilainen. pidättävä poissa lasten ulottuvilta. sinullä on kauniit kengät.

dagur 1, sje: helsinki

farið á hótel í helsinki og reynt að sofa lítið.

dagur 1 dje: helsinki líka (en meira um sánur og hommabari núna)

vaknað aftur til að fara í sauna og kíkja í bæinn. kíkt í sauna á hóteli. borðað og sagt frá baltikum. 6 íslandur fer í bæinn með jenni, suomilainen stúlku sem síðar elti oss til latvija. farið á kaffi moskva, mynd af hverjum má í öllum dísint orðabókum undir orðinu kitsch finna. kaurismäki né kaurismäki hvorki þar, en andi mattis pällonpääs heitins svífur yfir vötnum og öðrum vökvum. tuomas, kær vinur jenniar, slæst með í för og siggimus segir við tuomas: purukumi? paljenko kello? anteeksit? muu? tuomas hristir höfuð yfir tilburðum siggamuss við að misþyrma móðurmáli sínu, en teymir oss á pöbbarölt, sem endar á þeim innilega gei stað ekki klaga í mútter. þar dansað og drukkið og (tja, sveindómurinn?) varinn með kjafti og klóm. fátt hafa siggimus og hannibal og aðrir snarbrjálaðir íslendingar upplifað meira spennandi en að dansa við væjemsíei og móderntoking á helsinkis svaðalegustu hommabúllu, og gera helsinkskum hommum stóra skömm til með því að slá þeim við á öllum sviðum sem máli skipta; taktvissu, sporum, hreyfingum og síðast en ekki síst úthaldi. ú á finnska homma. allaveganast sona á mánudagskvöldum.

dagur 2: enn flogið

en fyrst smá þunnur og þreyttur morgunmatur. lent í rigningu sem styttir upp þegar við komum út úr flugstöð. fyrsta skoðun leiðir í ljós að á ferð eru einkur 10 stk: siggimus (sem allir viðstaddir þekkja af góðu einu, og að sjálfsögðu með hannibal í vasa sem endranær) & tobbi (fæst orð hafa minnsta ábyrgð) frá eldgömlu ísafold, per (með eilítinn bjórkomplex, og talar sína dönsku ensku með áströlskum hreim) frá landi bauna og bjóra, oscar (‘kokteils end snacks túnæt at mæ pleis?’ en virkar samt) og laima (ljóshærð og bláeyg sænsk prinsessa, en líka stundum lettnesk og soldið ágæt), jävla svenskare!, toni (samskiptir við umheiminn í gegnum sms), jenni (sakleysisleg yngismey sem var þó ískyggilega fljót að finna dónt tell mama), mika (hvorki häkkinen né kaurismäki), minna (sem kannur pínu íslandur og sendir bestur kveðjur til kveragerður þar sem hún vannur í fyrrasumarur sem nordjobbur), kristiina (hlý mjög og ástleitin við gesti og gangandi) frá landi hinna þúsund síma. ekki má svo gleyma innfæddum: ingu (ofvirkur lítill og sætur trúður), og svo hardijs, sem vor gæd verður fyrstu og síðustu vikurnar og hver hýsir litla íslenska mús og hannibal næstu vikur.

tekin mynd af fyrsta apótekinu. þetta var apótekið í sænsku götunni, í gömlu riga. vakti ókennilegar, en undarlega ljúfar kenndir og gaf fögur fyrirheit um framhaldið.

svitnað af mikilli áfergju, og hreint sem aldrei fyrr.

og tekið eftir því að það var ekkert voðalega langt í næsta apótek. eða það þarnæsta. reyndar hægt að hrækja frá hverju þeirra fyrir sig á öll hin, hefði viljinn verið fyrir hendi. siggamusi skapi næst að fallast hendur og halda heim á leið. flýja óteljandi apótek og óbærilegan hita, og fá í staðinn fá og kunnugleg apótek og leiðinlegan kulda. en svo kom lykilorðið: ‘vai tu gribi alus?’ og siggimus kyrjaði: ‘ja, es gribu! paldies’ og drekkti þjóðarsorg sinni í bruggi lettra, aldaris zelta.

dagar 3-5: ekkert flogið, bara labbað og labbað og labbað og skoðað smá. og já, auðvitað borðað.

drukkinn bjór (aldaris). borðaðar kartöfluflögur með. bæði með tómatabragði og með sveppabragði. og hlustað smá á sigurrós, sem keyptist í fríhöfn, og franksvældjers með tomveits, og svín virka á grillið.

farið á ströndina og synt í eystrasöltu hafi. líka borðað smá popp með appelsínubragði. janis, sæbervinur lettneskur sóttur heim og líkaði vel.

zane, yfirmaður siggamuss og kristiinu hjá nycomed amersham latvia, hittist fyrir og vill reyndar í fyrstu þræta fyrir hver eigi að taka myndir af apótekum og hver eigi að kenna staffinu að nota tölvur. eftir smá japl, eilítið jaml, og 1/13 teskeið af fuðri, brotnaði zane niður og sagði okkur að ráða barasta öllusaman.

dagur 6: farið í mikla reisu til sigulda

sem stundum er kölluð litla sviss, en stundum er líka stóra sviss kallað stóra sigulda. þar var einmitt gengið og gengið og gengið og svo gengið pínu meir. skoðaður flottur hellir sem var líklega grafinn með teskeið. enn laumast vandalar til að grafa smá, t.d. ‘siggimus var hér, 1732’ en það er samt bannað.

dagur 7: farið á markað

alveg eins og í emil í kattholti, nema bara aðeins öðruvísi. var ekki með neinn grísaling eða neitt. samt ágætur markaður. kaupi sjedje á spottneskum prís: 3 lattar stykkið. það gerir nákvæmlega 375-390 kr. íslenskar skv. nýjustu gengisspám seðlabanka latviju og íslands. mas barasta vel ljósritaðir jafnvel. stenst með herkjum freistinguna að kaupa nýjustu afurð þeirra módern toking-bræðra, alone. sko gömul brýni. þetta geta þau í hárri ellinni sinni.

dagur 8: mætt til vinnu

kynntur fyrir öðru staffi, sem allt heitir eitthvað. m.a. inga, sem er siggamussins latvijskur traustur sérlegur assistent og gæd við ljósmyndun lyfjaverslana um gervallt land. drukkið kaffi, borðaðar smákökur. potað í stafræna myndavél.

það er óttalegt puð að trítla um ókunna stórborg í leit að apótekum til að ljósmynda í 30° c hita, siggimus skal segja ykkur það. því verða siggimus og inga, sérlegur assistent og gæd, að tylla sér reglulega á bossana sína og súpa á svalandi.

siggimus nýtur sérlegs assistents og gæds til hins ýtrasta og mjólkar úr honum upplýsingar um allt mögulegt og ómögulegt. ‘þetta er afmælisterta stalíns’; ‘þetta er skemmtilegt safn, farðu endilega þangað’; ‘þessa götu frekventa portkonur bæði og sölumenn dauðans iðulega á kveldin’, ‘hmmm, þarf endilega að fara þangað.’

dagar 9-12: lyfjaverslanir ljósmyndaðar af öllum lífs og sálar kröftum

verður að segjast að miðað við efnahagst ástand latvijskra og t.d. ástand íbúða þar sem sumar mýs búa, kemur ástand allra þessara litlu apóteka siggamusi vægast sagt á óvart. og fjöldi viðskiptavina.

lettverskir nota mikið dóp.

dagar 13 & 14: siglt með snekkju niður beljandi stórfljótið gauja

byrjað á að fara kvöldið áður og kaupa snæðing til ferðarinnar. þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir tókst ekki að eyða þeim peningum sem til verkefnisins var úthlutað, heldur rétt rúmum hálfdel.

mætt við læmaklukku klukkan níu. arkað með klæði og vistir að brautarstöð, hvar flestallir eru við það að umkoma af hita og búð. tórt í lestinni af hörku, þartil yfirlýsing berst frá fararstjóra eftir góðan klukkutíma og hálfan til að einungis sé um ein klst eftir. siggimus kemur enn til bjargar og hendir eplum í alla.

allir lifa lestarferð. hoppað út úr lest í valmieri, og upp í lítinn sendiferðabíl sem tekur alla 13 ferðalanga og farangur. ekið í 5-7,3 mínútur og þar farið út. við mismikla kátínu berja ferðalangarnir snekkjuna loks augum. gefur að líta mikið skip með borði, bekkjum, grilli, og stórri ruslafötu. ‘hvar eigum við að vera?’ spyrja óttaslegnir ferðalangarnir. þessu öllu hafði verið haganlega fyrir komið á 10 fermetra pramma sem flaut með aðstoð slanga úr vörubíladekkjum.

með mikilli lagni (og hossi) tókst að koma flestöllu haganlega fyrir á skipinu (fólk og mýs og skjaldbökur meðtalin), og lagt var í hann. ‘er þá enginn mótor?’ spyrja angistarfullir ferðalangarnir, er þeir grafa upp eitthvað sem reynast vera árar.

um kl. 13 var ýtt úr vör og veifað til lands með tár á kvörm og hugsað til þess að mögulega eigi ekki allir afturkvæmt úr þessari hættuför. þar sem við skálum í bobblandi vatni, og ávaxtasafa og skolum niður kartöfluflögum með ýmsum smökkum, semjum við um hvernig sá sem lifir af eigi að hafa bókina um ferðina. sæst var á að hafa alltaf meira. meiri öldur, meiri óvini, meiri hættu, meira snakk.

eftir 4 klst af sólböðum og afslappelsi, á hverjum ferðalöngum lánaðist að sporðrenna öllum flögum, öllum ávaxtasöfum og slatta af vatni með, uppgötvast að ef svo heldur fram sem horfir, náum við áfangastað milli jóla og nýárs. haldinn fundur, skipuð nefnd sem ákvað að tekið skyldi til við að róa. við mikinn fögnuð tekur skipið til við að hreyfast.

fögnuðurinn veldur því að út breiðist æði, og fólk stingur sér til sunds í beljandi stórfljótið. stendur síðan upp og lemur í kjós að beljandi stórfljótið nær næstum upp fyrir hné á litlustu hnátunni. tekið til við að skúbba bátnum af mikilli áfergju. var skipið skotfljótt næstu 23 metrana, en þvínæst tók við sama lullið.

borin á sólarvörn. siggamusi úthlutuð staða kapteins á þessu farartæki sem hlotnaðist nafnið reality III, sem gæti útlagst á íslensku: raunveruleiki inn þriðji. var það það eina sem til greina kom eftir að siggimus hafði snúið umræðu um það hvað væri raunveruleiki upp í umræðu um hver hann væri þessi raunveruleiki, hvar, og af hverju hann væri ekki í stuttbuxum í þessum hita. siggimus stendur í skut skips og syngur ‘o sole mio’ af mikilli tilfinningu með áratakinu. reyndar svo mikilli tilfinningu að viðstaddir heimtuðu að fá að heyra siggamus syngja næstu línu líka.

er tekur að dimma, fara ferðalangar að skima um eftir náttstað. ‘ekki vinstra megin [pa kreisi], heldur bara hægra megin [pa labi]’ segir gæd. ‘humm? akkuru í ósköpum?’ ‘af því að þar eru morðingjarnir og rummungarnir og ræningjarnir’ ‘ó, allt í lagi.’

í þriðju tilraun til landnáms finnst loks brúklegt svæði, og það meira en brúklegt því þar fara ekki ferðalangar um hvar enginn ferðalangur hefur farið áður. brotnir kvistirnir, mannaþefurinn, fótsporin, lítill skrøbelegur bekkurinn og eldstæðið, allt leggst þetta á eitt við að segja indjánsku nefi siggamuss að hér hafi bleiknefjar farið um fyrir eigi alls löngu.

ákveðið að skjóta þar rótum og tjalda til einnar nætur. ‘úgg.’

með aðstoð týru úr vasaljósum tveim lukkast að koma upp þremur litlum tjöldum og típíi. kynt er upp í grillinu, og pottur settur yfir hlóðir sem dobbla sem varðeldur. sjasjlík sett á grillið þegar sá tími kemur, en pastað fær að bíða ögn lengur eftir því að vatnið í pottinum yfir hlóðunum taki við sér. reyndar var tveimur klst síðar ákveðið að nota vatnið bara til tesgerðar en ekki pastalagningar, enda allir orðnir mettir.

aleksandrs viskijs, og rigas melnais balzams fá að ganga nokkra hringi kringum varðeld og ylja viðstöddum. eftir smá hefur það yljað oss nægjanlega til að hægt er að hefjast handa við að spila og leika fyrir dansi á gítarinn sem meðferðis var. ‘tralala!’ og ‘hoppsasa!’ var sungið og trallað og hoppsasað fram eftir nóttu. um kl. 03.10 lætur ein lítil mús dobblast til að sofa undir berum himni að hætti víkinga og indjána. víkingur/indjáni/mús ber sér á brjóst með miklum látum og breiðir úr einangrunardýnu við varðeld og skríður so oní posa. sofnar snimmhendis, þökk sé aleksandrs.

vaknar um 8-leytið við suð í moskítóflugu sem sleikir aleksandrs utan af flöskunni af áfergju. sú flýgur að endingu á brott sauð-peð-drukkin. lífernið á þessum flugum nútildags! gengið til morgunbaða í beljandi stórfljótinu, sem kalt verður að teljast. þvínæst snæddur árbítur og aðþvíloknu fundnir tveir maurar til að halda með. með eilítilli aðstoð siggamuss tekst þeim að komast yfir óyfirkomanlegar hindranir og yfirstíga óyfirstíganleg vandamál í viðleitni sinni við að koma einhverju pöddukyns heim í búr.

siggimus fræddur um það að hann þurfi ekki maura afþví að hann er ekki með snáka, en maurar drepa víst snáka. það er ekki alveg á hreinu hvort þeir gera það einn á móti einum, eða hvort hlutföllin eru ójafnari öðrum hvorum aðilanum í hag, en þar sem eru snákar þarf maura til að drepa þá. öfundsjúkur og leiðinlegur dani sem ekkert gott má sjá tekur sig til og stígur á maurana siggamuss og reynir að murka úr þeim alla tóru. siggimus er of harmi sleginn yfir þessu grimmdarverki til að geta hefnt harma sinna, og tekur til við að skæla háum stöfum.

tekið til við að pakka saman. er tekið er til við að lesta skipið að nýju koma í ljós tjaldhælar og tilheyrandi sem hefðu gert típíið öllu lögulegra, en of seint var að gráta björn bónda, svo ákveðið var að leiða þetta einfaldlega hjá sér. siggimus tekur sér stöðu í skut skipsins, með aðra hönd á stýri. athygli viðstaddra vekur hvernig til tekst við stýringuna.

var stöðugt borinn fram matur af innfæddri frauku af meðfæddri list og lystisemi, við aðdáun allra. ‘þegar ég verð kóngur, ætla ég hafa þig hjá mér sem griðku’ sagði siggimus, og allir tóku undir og sóru sama heit. það eru ekki allir sem kunna að gefa manni hundakex með sultu þegar maður biður ekki um neitt. þar liggur listin.

eftir tveggja tíma stím, meðan á hverjum stóð áhöfnin á halastjörnunni raunveruleikinn hinn þriðji brá sér til baða nokkrum sinnum, sá loks til lands: ‘sjipp og hoj, sjipp og hoj. o so nýja í næ-æstu höfn’ kapteinn mús stingur sér til sunds, með landfestar milli tanna og syndir að bryggju. klifrar á land og reisir flagg til minningar um látna sjófarendur og árfarendur. hann þakkar sínum æðri máttarvöldum og forsjón fyrir að hafa komið sér og áhöfn sinni heilum og höldnum í gegnum þrekraunina sem þessi 13 klukkustunda sigling niður beljandi stórfljótið gauja var.

‘obbosí! við verðum ekki sótt fyrr en eftir 3,5 klst.’ ‘oj! hvar er næsti bar?’ enginn fannst barinn, og ákveðið var að skipta liði bróðurlega: finnsk frauka reynir að ná símasambandi með gesm, en tekur lettneskumælandi með sér til að tala sprokið, en kapteinn mús og mika og inga hin stimamjúka reyna að finna vistir. eftir mikið labb er gengið fram á hrörlegan kofa og fyrir utan eru 5 hænur og 8 börn að leik. á reiprennandi lettnesku spyr sú stimamjúka um mjólk (pieni) og brauð (maize). er til var boðið braut siggimus odd af oflæti sínu og smakkaði á veigum. það er jú ekki á hverjum degi að siggimus fær mjólk beint úr lettneskri kusu. ‘garsjígs’ sagði siggimus, og ‘labi’ sagði siggimus, og kotbændum létti stórum að sjá að háttsettum erlendum kapteini líkaði þeirra lítilfjörleg mjólkin.

er til baka snerist kemur í ljós að tíu mínútur eru í sækingu, og pat mikið upphefst. mjólkina verður jú að drekka og brauðið að borða. það text með herkjum, og enn skal fjórtán manneskjum troðið inn í bitaboxið ásamt farangri. fræðir bílstjóri oss á leiðinni um að það sé einhverra tuttugu mínútna akstur aftur til valmieri, hvar við úr lest stigum einhverjum 13 siglingarstundum áður. gefur þessi fróðleikur ferðinni allri annan og nýjan og betri tilgang. rifjar siggimus upp þegar hann fékk sællar minningar að tína rusl fyrir áfengis- og tóbakseinokunarverslun íslenska ríkisins, og fékk til þess arna poka með stóru gati í botninn.

3 klst í næstu lest. ‘rúta eða húkk’ segir hardijs. tíu mínúturnar sem á að vera göngutúrinn að rútustöðinni reynast vera eilítið íslenskar. ‘þrjátíogfimm í næsta búss,’ segir hardijs. ‘jibbí’ segir siggimus. ‘óekki’ segir hardijs ‘þú hefur augljóslega aldrei í lettneskan búss komið…’ ‘hananú!!’ segir siggimus og skelkast.

skelkið var verðskuldað og til unnið. þeir sem halda að það sé afrek að trítla upp á evrest eða kátveir skulu halda munni þartil þeir hafa setið í lettneskum bússi í tvo tíma í þrjátíogfimmtilfjörtíustiga hita. voff! það kostar alla athygli músar að halda meðvitund, og ekkert eftir til að hafa rænu á því að drekka fanta eða kilduvatn. það bætir lítt músar kæti að heyra að vel hafi hún sloppið þessu sinni, því lettneskir bússar séu upp til hópa verri en þessi. mikið er um aldna íkarus bússa sem vita ekki hvað loftkæling er. enn prísar kapteinn sig sælan og þakkar forsjónum fyrir sinn part.

er loks tókst til náða að ganga þetta kveldið var fögnuðurinn blendinn, því uppgötvast hafði óvænt horn á enni siggamuss. einnig voru hægri ökkli og vinstri kálfi öllu meiri um sig en til er ætlast. leitt var að því getum að siggimus hefði verið kosinn máltíð mánaðarins (skyldi einhvern undra?!?) hjá lettneskum landsbyggðamoskítóflugum, og jafnvel þótt eðal án túmats.

[

er þetta er ritað hafa kusu-tendensar siggamuss eitthvað sjatnað, en þó eimir af þeim eftir eilítið enn. hornið er svo gott sem horfið, en enn brestur hann full oft fyrir annarra mannarra smekk á með bauli. klaufarnar og halann verður svo fjallað um í næstu glefsu

annars, lettland í stuttu máli:

-heitt!

-hús

-stúlkur

-heitt!

-bjór

-moskítóflugur

-heitt!

-brak í krybbum

-stúlkur!!!

-apótek!

-annað hús

-stúlkur [höbba höbba!!!], bjór [mmmmm], heitt [áááááááááááá], apótek [nei!!!! enn eitt!]

]

með ótal ástar- og saknaðarkveðjum frá litlu parís/stóru riga

-siggimus&hannibal

Comments

Leave a Reply