Tag: börnin
-
Eitthvað fallegt
Albert og Telma kýta Pabbi: „Ef þið hafið ekki eitthvað fallegt að segja skuluð þið bara þegja. Þið hreinlega kunnið ekki að segja eitthvað fallegt hvort við annað!“ Albert: „Jú! Telma ég elska þig! …ekki lengur“
-
Næturvakt
Við Hinrik Diðrik (Doofenshmirtz) erum á næturvakt og höfum vökult auga á skipinu, sem hefur hreyfst grunsamlega mikið undanfarið án þess að nokkur sé nálægt
-
Glas
Sandra var að koma heim með möppu fulla af myndum sem hún gerði í myndlist í vetur
-
Ekki hringja
Fyrir hreina tilviljun þurftum við Ance bæði að mæta á áríðandi viðburði á sama tíma á laugardegi. Þetta þýddi að við þurftum að skilja Telmu og Albert eftir í tvo tíma. Ekki í fyrsta skipti sosum. T og A fengu skýr fyrirmæli um að hringja ekki nema í neyð. Svo skiljanlega brá Ance þegar síminn […]
-
Albert
Albert í flottum stöfum Ormur 1: „Margir ormar“ Ormur 2: „Ég veit“
-
Verðlaun
Albert var í átaki þar sem hann æfði sig að hátta sjálfur, bursta og pissa. Fyrir hvert skipti sem gekk vel fékk hann límmiða og þegar hann var kominn með 10 límmiða mátti hann velja verðlaun. Verðlaunin:
-
Sjálfsmynd
-
Vatn
Morgun Albert: *finnur vatnsglas í eldhúsinu, ber að munninum* Pabbi: „Nei, ekki drekka, þetta er gamalt vatn!“ A: *hneykslaður* „Síðan hvenær er vatn gamalt?!?“
-
Oj
Í sjónvarpinu kemur auglýsing Albert: „RÆKJUsmurostur? Oj!“ Pabbi: „Nákvæmlega!“
-
Móment
Þegar þú keyrir niður í miðbæ í dásamlegu veðri og öskursyngur í kór með 12 ára dóttur þinni … meðan 11 ára dóttirin situr í aftursætinu eins og illa gerður hlutur
-
Frábær dagur
Skrapp í Kolaportið með stelpunum. Kíktum á Tjörnina á eftir og enduðum á Bæjarins bestu Kíktum svo á afa á leiðinni heim
-
Langt síðan
Pabbi: „Var gaman í skólanum í dag útaf snjónum?“ Albert: „Nauts! Það er sko komið sumar!“ *hneykslaður* „Það var snjór í janúar, svo kom *telur með fingrunum og muldrar* og svo kemur snjór þegar er komið sumar!“ P: „Já það er soldið langt síðan snjóaði“ A: „Nei! Það er EKKI langt síðan snjóaði!“ *glottir svakalega*