Albert: „Pabbi, mér var illt í hálsinum í dag“
Pabbi: „Æ, hvernig illt?“
A: „Ööö … réttu mér skólatöskuna!“ *gramsar í töskunni, tekur upp póstmöppuna, opnar hana, tekur út bókina sem hann er að lesa, flettir og grandskoðar síðu eftir síðu* „…eins og hnífsstunga!“

Dóttir, að kvitta fyrir lestri: ? „Er ellefti í dag?“
Pabbi: „Nei, tólfti“
Albert, fimm ára, hinu megin í íbúðinni: „Tólfti september?“
P: „Já“
A: „Sölvi á afmæli í dag!“

Albert, 5 ára: „Pabbi, ég kann ekki að segja enn!“
Pabbi: „Ha? Jú, þú varst að segja enn!“
A: „Nei! ég kann ekki að segja enn! Eins og í siggi nús!“
Í 2 klst hefur hann ekki sagt eitt einasta m, þrátt fyrir gildrurnar er við höfum lagt fyrir hann: nanna, nargrét, annæli, narnelaði, njólk, prunp, kórnákur, ab njólk

Albert: „Hvert erum við að fara?“
Pabbi: „Í kirkjugarðinn, manstu þar sem amma er ofan í jörðinni“
A: „Ó já, þar sem amma hans afa var að grafa holu og fór ofaní holuna *leikur að leggjast ofan í holu* og dáaði og setti svo lokið yfir!“

Pabbi: „Við ætlum að fara í bíltúr!“
Albert: „Vei!! Hvert?“
P: „Heimsækja leiðið hennar ömmu. Amma þín er dáin og hún er ofan í jörðinni“
A: ?„Á að setja dáið fólk oní holu?!?“
P: „Ööö, já, hvar á annars að setja þau?“
A: ?„…í ruslið?“

Untitled

Telmu finnst hræðilega ósanngjarnt að Húgó hafi verið sofandi þegar hún kom heim úr skólanum, en vill vera alveg viss um að hann finni eitthvað til að leika með þegar hann vaknar

/Telma thinks it’s terribly unfair that Hugo was asleep when she got home from school, but she wants to make sure he’ll find something to play with when he wakes up

Albert: *vill ganga frá innkaupum í ísskápinn*
Pabbi: *bendir á litlu tveggja þrepa tröppuna sem Albert notar sem stól* „Á ég að rétta þér tröppuna?“
A: *hleypur að stiganum sem liggur upp á efri hæð* „Tröppu? Þessa tröppu? Ætlarðu að taka alla þessa tröppu?“

Pabbi og Sandra (tíu, aaaaalveg að verða fjórtán ?) deila.
Sandra: „Pabbi, þú ert svo leiðinlegur að ég ætla að unfollowa þig!!“