Tag: börnin

 • Á skíðum

  Albert á skíðum

 • Kalt

  Við Albert fylgdum Söndru í Kaplakrika þar sem hún var að spila á móti FH í Skessunni. Þetta var vissulega innanhúss, en það var kaldara inni en fyrir utan. Mér hefur bókstaflega aldrei verið svona kalt. Ég hef farið í sjósund í -1,9°C en mér varð ekki svona kalt. Í hálfleik spurði Albert hvort hann…

 • 2023 endar vel

  2023 endar vel

  Albert: „Pabbi, viltu verða ríkur?“

 • Tjörnin

  Tjörnin

  Við Sandra og Telma kíktum í bæinn til að eyða smá jólapening

 • Strákur

  Les í bók um Haaland, fletti upp hvað búa margir í Kína (mjög margir!), fletti upp hvort hafi orðið meiri kuldi í Rússlandi eða Kanada (Rússlandi). Segi góða nótt við Albert, sest undir rúmið Níu mínútur af rólegum andardrætti og byltum… Albert: „Hvernig segir maður aftur ég er strákur?“ Pabbi: „Öööö, hvað meinarðu?“ A: „Á…

 • Gleðilega hátíð!

  Gleðilega hátíð!

  Gleðileg jól frá okkur öllum að E12, stórum sem smáum, tví- sem ferfættum! Priec?gus Ziemassv?tkus! 

 • Kvöldmatur

  Pabbi: „Æ, eruði að troða í ykkur mat rétt fyrir kvöldmat? Ætlar einhver að borða kvöldmatinn?“ Albert: „Hvað er í matinn?“ P: „Baunasalat“ A: „Jú, ég ætla að borða mjög mikið! Þá get ég farið í Guess my fart í skólanum á morgun!“

 • Afleiðingar

  Í gegnum tíðina hef ég verið varaður við hinum ýmsustu afleiðingum þess að eignast börn. En aldrei nokkurn tímann hefur svo mikið sem ein sála imprað á þeim möguleika að kvöld eitt gæti ég þurft að sitja stjarfur af þreytu að aðstoða barn við að teikna ættartré upp úr Gísla sögu Súrssonar

 • Englar

  í snjónum

 • Út að leika

  Settist niður með Albert til að lesa eftir matinn Dyrabjallan hringir. Sonur nágrannans spyr hvort Albert vilji koma út að leika með sleða Pabbi: „Farðu út, við lesum bara á eftir. Ég vaska upp á meðan“ 2 mínútur Albert: „Pabbi hans spyr hvort þú vilt líka koma út að leika?“

 • Fyrir

  Ööö, það er semsagt komin skýring á því af hverju Sandra hringdi í mig á skólatíma í gærmorgun

 • Óvænt símtal

  Síminn hringir. Sandra Bíddu, klukkan er 8.27! Skólinn er byrjaður?? Hún má ekkert vera í símanum!! Ætli hún sé nokkuð slösuð?!? Hún braut jú tönn fyrir stuttu Pabbi: *hjartað slær hraðar* „Hæ? Er allt í lagi?“ Sandra: „Pabbi, hvað gerirðu í vinnunni þinni?“