Þú vandar þig. Þú lest bækur. Þú fylgist með fólki sem gerir þetta vel. Þú talar við fólk sem gerir þetta vel. Þú reynir að læra af fólki sem gerir þetta vel. Þú reynir að læra af fólki sem gerir þetta illa. Þú liggur andvaka á nóttunni og hugsar um hvernig þú getur gert betur.
En hver er svo tilgangurinn með þessu öllu saman þegar börnin sitja fyrir framan þig og humma jólalög í júlí?