Þegar þú ert miðaldra maður, þrjóskari en andskotinn sem á hund, býr á Kjalarnesi og er í skrefakeppni í vinnunni sinni


Þegar þú ert miðaldra maður, þrjóskari en andskotinn sem á hund, býr á Kjalarnesi og er í skrefakeppni í vinnunni sinni
Þegar þú færð áminningu um að þú sért að fara í leikhús eftir 48 mín og færð næstum hjartaáfall af því þú býrð 30km frá leikhúsinu og þú skiptir um föt í ofboði og hleypur út í bíl og brunar af stað og ert kominn hálfa leið þegar leikhúsfélagarnir senda skilaboð og spyrja hvort þú hafir ekki örugglega farið í hraðpróf og þú keyrir út í kant og grætur
Þegar öll fjölskyldan losnar úr 10 daga sóttkví og einangrun má draga fram sparistellið
Loksins þegar ég er búinn að læra að mæta ekki veikur í vinnuna þarf ég ekkert að „mæta“ — ég er allan daginn í vinnunni — vakna þar, borða morgunmat og öskra á krakkana
Nú þarf ég bara að læra hvenær ég er of veikur til að vinna ?
Ok, ég er búinn að læra það. Núna. Núna er ég of veikur til að vinna.
Skrifaði hann á vinnutölvuna
Hreinlega aðdáunarvert hvað fisksalinn var fljótur að fara frá því að það væri farið að kólna aðeins yfir í að hann væri nú ekki mikið jólabarn og að pabbi sinn hefði hætt að drekka þegar hann var 13 ára
Stundum opna ég gleraugnaboxið þegar ég mæti í vinnuna og finn þar glaðning frá Albert
Þetta eru semsagt tvö spil úr Sleeping Queens, en þegar ég keypti spilið (hæ Spilavinir!) hafði ég smá áhyggjur af að Albert myndi eiga erfitt með það því hann er bara fimm ára (það er merkt fyrir 8+).
Það reyndust óþarfa áhyggjur
Tveimur vikum seinna er hann ekki bara orðinn betri en ég, heldur er hann búinn að búa til sína eigin útgáfu (Reaping Queens) sem hann spilar einn (víða um stofuna, með sveigjanlegum reglum sem nærstaddir fá reglulega að heyra um, og eru einhvernveginn aldrei eins) þegar allir nema hann eru búnir að fá nóg.
Rétt áður en við fórum á svið þegar ég útskrifaðist sem stúdent úr MS vorum við að prófa hvers annars húfur og í óðagátinu þegar við vorum kölluð til að fara inn í sal víxluðust þær óvart.
Svo sem í lagi hjá mér að pínulítil húfan sat bara asnalega ofan á hausnum, en vesalings Robbi, húfan mín náði niður fyrir augu á honum
Mamma gerði hrísgrjónapönnsur og bauð börnunum að smakka
Telma, 9 ára: „Smakka?! Hvað meinarðu?“
Albert, 5 ára: „Að smakka þýðir að finna hvort eitthvað er gott á bragðið eða ekki!!!“
Nei takk, ómögulega