Furðuverk

Pabbi vinnur heima því Albert er veikur. Ekki mjög veikur, en var mjög óhress í morgun

Pabbi biður Albert að hafa sig hægan því nú þarf hann að fara á fund: „Ef þú heyrir mig tala ensku, þá er ég ekki að tala við þig!“

Fundurinn klárast loksins

Albert: „Er fundurinn núna búinn?“

P: „Já“

A: „Þekkirðu lagið – Ég er furðuverk?“

P: „Öööö, já?“

A: „Í skólanum um daginn var XXX að syngja þetta lag, en hann söng „Ég er höfuðverk!!“ Það var mjög fyndið!“


Posted

in

by