Sandra var mjög leið þegar hún kom niður í morgun.
Sagði að hún hefði sofnað með airpods í eyrunum og svo þegar hún vaknaði fann hún bara annað þeirra.
Hún var búin að leita út um allt — taka sængina úr sængurverinu og færa rúmið frá veggnum en fann ekkert.
Ég fór upp til að hjálpa. Við færðum rúmið langt fram á gólf, tókum koddann úr koddaverinu, tókum dýnuna af, tókum lakið af dýnunni — hristum allt. Við ryksuguðum meira að segja. Mjög varlega
Sandra fór meira að segja út og leitaði á pallinum undir glugganum.
Við gáfumst upp og tókum pásu.
Tveimur klukkutímum seinna situr hún og skrifar ritgerð, hallar sér aftur í stólnum, það kemur gretta á hana. Hún setur höndina aftur fyrir bak og verður eins og kleina í framan.
AIRPODSINN VAR INNI Í TOPPNUM ALLAN TÍMANN!!