Fór út með Húgó í morgun í hífandi rok og fimbulkulda. Kom inn kaldur og hrakinn.
Á móti mér tók niðurlútur Albert: „Fyrirgefðu en þetta var óvart“
Pabbi: „Óvart? Hvað var óvart?“
A, mjög leiður: „Við eyðilögðum sjónvarpið“
P: *byrjar að reikna hvenær við gætum haft efni á nýju sjónvarpi, fokk nei ég trúi þessu ekki, jæja þá verðum við bara sjónvarpslaus í einhvern tíma til að kenna þessum krakkaskröttum lexíu, nei, andskotinn hafi það, það hlýtur að vera hægt að laga þetta! Bítur í varirnar til að segja ekkert sem hann sér eftir*
A: *leiðir pabba inn í stofu*
P: *fokk, það er engin leið að laga þetta, sjónvarpið er ónýtt*
P, beitir öllum sínum kröftum í að tala rólega: „Hvað … hvernig í … ósköpunum gerðist þetta eiginlega?“
A: „FYRSTI APRÍL!“ *slekkur á youtube myndbandinu sem sýndi sprunginn skjá*