Tag: siggimus þjáist

  • Óvart

    Óvart

    Fór út með Húgó í morgun í hífandi rok og fimbulkulda. Kom inn kaldur og hrakinn. Á móti mér tók niðurlútur Albert: „Fyrirgefðu en þetta var óvart“ Pabbi: „Óvart? Hvað var óvart?“ A, mjög leiður: „Við eyðilögðum sjónvarpið“ P: *byrjar að reikna hvenær við gætum haft efni á nýju sjónvarpi, fokk nei ég trúi þessu…

  • Komdu

    Albert: „Komdu!“ Pabbi: „En ég er ennþá að borða!“ A: „Geymdu það!“ P: „Hvert á ég að koma?“ A: „Með mér!“ P: „Ok“ A: *leiðir pabba upp á efri hæð* P: „Og hvað..?“ A: „FYRSTI APRÍL!!!“

  • Stysti göngutúr með hund í heimi, vorum úti í tæpa sex og hálfa mínútu. Samt nógu lengi til að blotna í gegnum regnbuxurnar

  • Klukkan

    Þegar þú ert búinn að gera hafragraut og klæða þig til að fara út með hundinn þegar konan þín kemur hálfsofandi og bendir þér á að klukkan er sex en ekki sjö…

  • Ragnarök

    Ég verð að segja að þegar ég sá fyrir mér ragnarök var það ekkert í líkingu við þetta

  • Bugun

    Klukkan er 7.33. Úti geisar snjóbylur. Vetrarfrí í skólanum. Leikskólaverkfall. Ég svaf í 4 tíma. Börnin mín þrjú — sem verða heima með mér í allan dag — eru að reyna að ræða við mig um holur í plottinu í Hvolpasveit Klukkan er 11.41. Börnin eru langt komin með að klára nammið sem þau betluðu…

  • 17 sinnum

    Heilsufarsskoðun í vinnunni í dag, sem þýðir að ég er 17 sinnum lengur en venjulega að aflæsa símanum

  • D-vítamín

    Ég: Skil ekki alveg hvernig ég gat endað með alvarlegan d-vítamínskort þegar ég er bara frekar duglegur að taka lýsi ? Líka ég: Ó

  • Sjáðu

    Barn: *horfir á einhverja þrautleiðinlega bíómynd* „Sjáðu pabbi, pabbi sjáðu!“ Pabbi: *horfir* B: „Sjáðu pabbi, pabbi sjáðu!“ P: *horfir* B: „Sjáðu!“ P: *blikkar* B: „PABBI! HORFÐU ALLAN TÍMANN!“

  • Týrant

    Sonur/ Týrant: „Pabbi, possasei!“ Pabbi: *stendur upp til að ná í fjarstýringu og kveikja á Hvolpasveit* P: *reynir að setjast í sófann aftur* S/T: „Nei, ekki sitja sona! Sitja sona!“ *bendir á gólfið*

  • Veikur

    Sosum eftir öðru að loksins þegar ég verð veikur er það sjúkdómur sem leggst nær eingöngu á leikskólabörn og klaufdýr

  • Frík

    Þegar þú kemur út í bíl eftir að læknirinn staðfestir að þú, fullorðinn maðurinn — jafnvel miðaldra — sért með gin- og klaufaveiki og í útvarpinu hljómar Freak like me