Ég var að reyna að lesa fyrir Albert fyrir háttinn í gærkvöldi, en eyrun á honum voru eitthvað annars hugar…
Albert: „Kennararnir í leikskólanum voru ekkert að skamma mig í dag. Og ekki í gær heldur“
Pabbi: (bíddu, var ekki frí í leikskólanum í gær?) „Vá!“
A: „Eða jú … þau skömmuðu mig í dag“
P: „Nú? Fyrir hvað?“
A: „Að brjóta girðinguna“
P: *reynir að bæla fliss* „Haaaa? Af hverju varstu að brjóta girðinguna?“
A: „Við Rikki vorum að reyna að brjóta girðinguna til að komast út“
P: „Komast út?! Ætluðuð þið að strjúka?! Hvert ætluðuð þið að fara?!?“
A: „Við ætluðum að fara heim til hans og mín og leika“
P: „En af hverju? Það er bannað að strjúka úr leikskólanum!“
A: „Pabbi, heldurðu að sé eitthvað gaman að vera alltaf læstur inni og mega aldrei fara neitt??“
A: „Pabbi, bumban á þér er að hristast“