Tag: Best of

  • Glas

    Sandra var að koma heim með möppu fulla af myndum sem hún gerði í myndlist í vetur

  • Limp Baguette

    Nýja platan með Limp baguette var að droppa

  • Sandra teiknar

    Sandra teiknar

    Í gærkvöldi spurði Sandra spyr mig hvað hún ætti að teikna og teiknaði það svo… Þetta voru svo dásamlegar myndir að ég varð að setja þær hér inn og mun (vonandi) þurfa að uppfæra þetta reglulega ef myndir bætast við

  • Kjánalega

    Pabbi *talar kjánalega, eins og milljón sinnum áður* Albert: „Pabbi, nennirðu að gera næst svona þegar ég er unglingur?“

  • Ég?

    „Af hverju er ég ég?“ -sex ára heimspekingur

  • Líka lítill

    Albert: „Pabbi, ég veit að little þýðir lítill, en hvað þýðir small?“ Pabbi: „Það þýðir líka lítill. Stundum geta tvö orð þýtt sama hlutinn“ A: ? „Svona eins og já og jebbsí pepsí?“

  • Telja

    Albert, rétt rúmlega hálfnaður að „telja“ 5m málband. Upphátt. Síðar, löngu síðar: „…fjögurhundruð fimmtíu og fjórir, fjögurhundruð fimmtíu og fimm, fjögurhundruð fimmtíu og sex… Hey! Eins og í Squid Game Netflix!“

  • Allt?

    Pabbi: „Þú ert að gera allt nema það sem ég bað þig um; pissa og klæða þig?“ Albert: „Er ég að gera ALLT nema það? Er ég þá að fá mér ís og poppkorn og horfa á Squid Game Netflix?“

  • Komdu

    Albert: „Komdu!“ Pabbi: „En ég er ennþá að borða!“ A: „Geymdu það!“ P: „Hvert á ég að koma?“ A: „Með mér!“ P: „Ok“ A: *leiðir pabba upp á efri hæð* P: „Og hvað..?“ A: „FYRSTI APRÍL!!!“

  • Úti að labba

    Úti að labba með Albert á hjóli og Húgó í taumi Það gekk ekki aaaaalveg eins og í sögu og ég var aðeins að byrja að pirrast þegar Albert stoppaði, leit á mig, brosti og sagði: „Mér finnst gaman í lífinu mínu!” Ég held ég hafi fengið eitthvað í augað

  • Átján

    Pabbi: „Aldís frænka þín á afmæli í dag“ Albert: „Hvað er hún gömul?“ P: „Átján ára“ A: „Vá! Hún má horfa á skviddgeim!“

  • Listi

    Veit einhver um búð þar sem gæti verið hægt að fá allt á þessum lista? Því annars fækkar á heimilinu um einn fimm ára Í umræðunni kom m.a. fram: Þetta eru víst kvattúordesilljón peningar – í óskilgreindum gjaldmiðli – eða silljón killjón filljón peningar – (fer eftir því hvern þú spyrð). Skv. gúggli frænda er…