Ekki dót

Pabbi: „Klæða í útiföt, svo förum við í leikskólann!“

Albert: *tekur litla risaeðlu sem hann fékk í verðlaun hjá tannlækni í gær*

P: „Það má ekki taka með dót! Það er ekki dótadagur í dag“

A: „Þetta er ekki dót! Þetta er risaeðla!“


Uppfært í lok dags, á heimleið úr leikskólanum:

Albert: „Pabbi! ekki keyra!“

Pabbi: „Nú?“

A: „Það þarf að spenna belti fyrir risaeðlur!“


Posted

in

by