Tíðindi af vesturvígstöðvunum

Tíðindi af vesturvígstöðvunum: Dagur 297.214 í verkfalli.

Hér að neðan má finna kannski 17% af því sem við ungi maðurinn höfum rætt í dag:


Pabbi: *vinnur heima*

Albert: „Pabbi, það er enginn að horfa á Hvolpasveit“

P: ?„Hmm??!“

P: *fattar að drengurinn er búinn að vera að leika sér með bíla í 20 mínútur*

P: „Ó! Má slökkva á Hvolpasveit?“

A: „Já!“


Albert: „Pabbi, ég hata eld!“

Pabbi: „Já, er það?“

A: „Pabbi, hatar þú líka eld?“

P: „Já“


Albert: „Pabbi, kvarta gera?!“

Pabbi: „Vinna“

A: „Pabbi, af hverju ert þú að skrifa a?“

P: „Mér finnst rosa gaman að skrifa a“

A: „Pabbi, mig langar líka að skrifa a!“


Albert: „Pabbi, mig langar að ég fara út og þú fara líka út“

Pabbi: „Og hvert ætlum við að fara?“

A: „Við ætlum fara bílinn. Og við ætlum að fara í búðina“

P: „Já? Og hvað ætlum við að kaupa?“

A: „Við ætlum kaupa epladjús. Og ekkert meira“


Albert: „Pabbi, af hverju finnst þér hárið gott?“

Pabbi: „Hárið?“

A: *bendir*


Í bíl:

Albert: „Pabbi! Kerrtu hratt!!“

A: ? „PABBI!!! EKKI KEYRA Á BÍLINN!!“ ?

A: „Pabbi, ekki keyra hratt!“

Pabbi: *heldur áfram að keyra á sama hraða allan tímann*


Á bílastæði.

Pabbi: *bakkar út úr stæði*

Albert: *bendir á bílana beggja vegna við okkur* „Af hverju eru þessir tveir bíll ekki fara?“


Pabbi: „Sérðu hvað pabbi er duglegur? Viltu líka vera duglegur?“

Albert: „Já!“

P: „Frábært, viltu hjálpa pabba að taka til og ganga frá lestinni?“

A: „Pabbi, ég nenni ekki að granga frá lestin því … því ég *dæs* er svo upptekinn!“


Albert: „Pabbi, þegar ég er búinn æpadd, ætla ég að skoða klukkan þína, hvort er tuttugu mínútur sex!“


Á leiðinni í háttinn:

Albert: „Pabbi, elskar þú Hvolpasveit?“

Pabbi: ??? „Öööööööööö… *svitnar* …hérna… ekki eins mikið og þú!“


Posted

in

by