Minning

Daginn sem ég varð tuttugu og níu ára fór ég á ærlegt fyllerí með félögum mínum í R?ga, þar sem ég bjó. Þetta var rosalegt kvöld. Ég man óljóst eftir að sitja á írskum bar og hreyta óbótaskömmum í gengilbeinu sem sagði að fólk væri að kvarta yfir lyktinni af harðfisknum.

Daginn eftir rumskaði ég við það að uppblásna dýnan sem ég var með í láni var farin að blása á hálsinn á mér. Mjög rólega seig ég nær gólfinu.

Ég var svo ógeðslega þunnur að ég lá stynjandi á steingólfinu í einhverja klukkutíma áður en ég nennti að standa upp

Á endanum fór ég í niður í gamla bæinn í R?ga og ráfaði um eirðarlaus. Kíkti loksins í vinnuna. Ég vann sem prófarkalesari hjá blaði sem var gefið út vikulega. Þetta voru nokkrir klukkutímar á viku. Yfirmaðurinn tók mig afsíðis.

Henni fannst ekki nógu gott að vera með íslending í að prófarkalesa ensku – “a non-native English speaker”. Ég var of þunnur til að þræta við hana.
Á leiðinni fram kynnti hún mig fyrir manninum sem var búinn að taka við af mér: Gvido, síleskur gaur af lettneskum ættum.

Ég rakti raunir mínar fyrir (fyrrum) vinnufélögunum. Við urðum fljótt sammála um að aðeins eitt væri til ráða: Barinn.

Þetta kvöld var síst minna drukkið en fyrra kvöldið. Ég man ekki mjög mikið eftir þessu kvöldi, nema að þó ég hafi verið nánast rænulaus af drykkju mun ég aldrei aldrei aldrei aldrei gleyma örvæntingunni sem greip mig þegar ég kom heim og sá helvítis dýnuna loftlausa á gólfinu


Posted

in

by

Comments

Leave a Reply