Í hartnær tvo mánuði tókst mér ekki að fá gólfhitann til að flytja neinn hita í svefnherbergin tvö á efri hæðinni. Það varð oft soldið kalt, en slapp samt til, og verandi frestari par exelans hummaði ég það fram af mér — þangað til Albert varð veikur í kuldakastinu um daginn — þá réðist ég með blóti og formælingum á „flækjuna“ og djöflaðist í henni þangað til loksins eitthvað gerðist
Nema hvað, Albert batnaði og kuldakastið breyttist í hlýindakast
Í gærkvöldi sat ég á stuttermabol við opinn gluggann, las fyrir Albert fyrir svefninn og það bogaði af mér svitinn
Leave a Reply