jólaævintýri

eftir skemmtilega stund hjá Svövu systur lögðum við semsagt af stað heim á Kjalarnesið aftur um níuleytið í gærkvöldi í ágætu veðri. það fór aðeins að blása þegar við komum í mosó, og þegar við komum út úr mosó var bara hreint doltið pus

í því að við keyrðum undan síðasta ljósastaurnum við brúna yfir Leirvogsá kom hvellur og allt varð hvítt. veðrið fór úr pusi (18 m/s og 34 í hviðum) í rok (26 m/s – 40 í hviðum)

nú er ég skynsamur maður og sá strax í hendi mér að þetta gengi ekki, ekki með lítil börn í bílnum. ég snéri snöggvast við og reddaði gistingu í höfuðborginni. ég sver að Ance var ekki búin að öskra og garga á mig nema í mesta lagi 2-3 mínútur þegar ég komst að þessari skynsamlegu niðurstöðu alveg upp á mitt einsdæmi


Posted

in

by