Tag: life

  • Citroën með attitjúd

  • Minning

    Fór í Laugarásbíó með félaga mínum. Vorum bara tveir í salnum og verandi unglingar fannst okkur það geggjað fyndið Eftir sirka klukkutíma heyrum við kallað úr gatinu þaðan sem myndinni er varpað á tjaldið: „Strákar – viljiði hlé eða eigum við bara að halda áfram?“

  • Minning

    Daginn sem ég varð tuttugu og níu ára fór ég á ærlegt fyllerí með félögum mínum í R?ga, þar sem ég bjó. Þetta var rosalegt kvöld. Ég man óljóst eftir að sitja á írskum bar og hreyta óbótaskömmum í gengilbeinu sem sagði að fólk væri að kvarta yfir lyktinni af harðfisknum. Daginn eftir rumskaði ég…

  • Urpt

    Í dag kenndi David Attenborough mér orðið „urpt“

  • Pabbi í eldhúsi, talar við sjálfan sig: „Það er nú soldið snemmt, þurfum ekki að borða strax, klukkan er bara 5“ Albert, sem var djúpt sokkinn í leik frammi í stofu, gargar „Má ég sjá!“ hleypur inn í eldhús, bendir á klukkuna og segir „Já! Klukkan er mínútur 6!“

  • Ég hringdi einhvern tíma í Icelandair til að spyrja hvort Icelandair væri í eintölu eða fleirtölu. Þegar konan loksins skildi hvað ég meinti kom fát á hana og hún bað um að fá að hringja aftur. Nú veit ég reyndar ekki hvort hún hringdi á endanum því ég hætti í þessari vinnu fimm árum seinna

  • 2063

    Árið er 2063 17 einstaklingar eru í þjóðkirkjunni Þjóðkirkjan fær 82% af útgjöldum ríkisins

  • so this happened

  • Ég er svo gamall og glataður að ég þurfti að fletta upp símanúmerinu hjá Hreyfli til að komast heim af djamminu

  • Sjö ára dóttir og vinkona hvíslast á um skólasystur sína: „Hún er stundum soldið pirrandi, ég held hún sé með HD veiki“

  • Þegar þú mætir í vinnuna eftir sumarfrí: “Please consider changing your password. Your password will expire today.” Pro tip: Það er ekki nóg að setja kaffið í bollann, það þarf að drekka það fyrst, og svo breyta lykilorðinu

  • *dring dring!* Ég, að svæfa soninn í sumarfríi í útlöndum: „Siggi“ S: „Sigurður, hvernig hitti ég á þig?“ É: „Fyrirgefðu, hver ert þú?“ S: „Satan heiti ég, og hringi frá Afkomu, tryggingamiðlun. Mig langar að ræða við þig um…“ É: „Nei, takk“ *dud dud dud*