Tag: börnin

  • Hnussandi Albert, veikur heima: „Hvernig getur nóttin LÆÐST inn?!?“

  • Skviddgeim

    Albert: „Skviddgeim er á ensku!“ Pabbi: „Mhm?“ A: „Á íslensku heitir skviddgeim Dimmalimm“

  • Hundaskítur

    Það var farið að dimma í gærkvöldi þegar Sandra kom með okkur Húgó. Við erum komin kannski 50 metra þegar hún hleypur upp á litinn hól, stoppar og lítur niður: „Fokk! Ég steig í hundaskít!“ Pabbi: *reynir að sjá barnið í myrkrinu* „Andskotinn! Hvernig fórstu að þessu?!?“ Sandra: *lyftir fætinum, kíkir undir, grettir sig* P:…

  • Hvernig skrifar maður kúkur?

    Albert, sitjandi við tölvu: „Hvernig skrifar maður kúkur?“ Pabbi: ? „Af hverju ertu að skrifa kúkur??!?“ A: „Gúgúl!“ Eftir smástund athugaði ég hvernig gengi. Þá var hann búinn að finna Gúgúl og skrifa sneke io

  • Ekki … gleyma mér!

    Albert fer á klósettið áður en hann kemur út með pabba og Húgó. Pabbi bisar við að klæða sig og setja beislið á hundinn. A: „Ekki … gleyma mér!“ P: „Auðvitað ekki! Heldurðu að ég gleymi þér, elsku kallinn minn?!“ A: „Nei! Þetta stendur á pokanum!“

  • Pabbi: *býst til að vaska upp* Skyndilega heyrist skaðræðisöskur Sandra ryðst inn í eldhús: „ÞETTA ER EKKI BÚIÐ!“

  • Glaðningur

    Af og til finn ég glaðning frá Albert þegar ég mæti í vinnuna

  • Glaðningur í gleraugnaboxi

    Stundum opna ég gleraugnaboxið þegar ég mæti í vinnuna og finn þar glaðning frá Albert Þetta eru semsagt tvö spil úr Sleeping Queens, en þegar ég keypti spilið (hæ Spilavinir!) hafði ég smá áhyggjur af að Albert myndi eiga erfitt með það því hann er bara fimm ára (það er merkt fyrir 8+). Það reyndust…

  • Spenntur

    Albert: „Ertu spenntur fyrir að deyja?“ Pabbi: „Neee, ekki mjög“ A: „Þú deyrð samt!“

  • Alber: *skoðar matseðil heimilisins og grettir sig* „Núlðusúpa? Ég er með oðnæmi fyrir núlðusúpu!“

  • Ellefti?

    Dóttir, að kvitta fyrir lestri: „Er ellefti í dag?“ Pabbi: „Nei, tólfti“ Albert, fimm ára, hinu megin í íbúðinni: „Tólfti september?“ P: „Já“ A: „Sölvi á afmæli í dag!“

  • N

    Albert, 5 ára: „Pabbi, ég kann ekki að segja enn!“ Pabbi: „Ha? Jú, þú varst að segja enn!“ A: „Nei! ég kann ekki að segja enn! Eins og í siggi nús!“ Í 2 klst hefur hann ekki sagt eitt einasta m, þrátt fyrir gildrurnar sem við höfum lagt fyrir hann: nanna, nargrét, annæli, narnelaði, njólk,…