Mánudagasti mánudagur í mánudaga minni!
Eftir rúm 11 ár á hinu illræmda Kjalarnesi hef ég loksins náð stórum áfanga í því að verða innfæddur! Ég var einn af þeim fjölmörgu sem fór útaf veginum í morgun og endaði í snjóskafli.
Ég fór samt ekki útaf á milli Esjumela og Mosfellsbæjar eins og allir hinir. Onei, ég blindaðist í skafrenningi og fór útaf rétt áður en nýja tvöfalda kaflanum lauk, bara til að vera öðruvísi.
PS: Allt í lagi með mig utan stóra og ljóta skrámu á egóinu.
PPS: Búinn að sækja lilla, sem er í toppstandi, enda ekki með neitt egó.