Strákur

Les í bók um Haaland, fletti upp hvað búa margir í Kína (mjög margir!), fletti upp hvort hafi orðið meiri kuldi í Rússlandi eða Kanada (Rússlandi). Segi góða nótt við Albert, sest undir rúmið

Níu mínútur af rólegum andardrætti og byltum…

Albert: „Hvernig segir maður aftur ég er strákur?“

Pabbi: „Öööö, hvað meinarðu?“

A: „Á frönsku! Manstu?“

Semsagt, þegar ég kom niður í morgun sat hann aleinn í stofunni og lærði frönsku á Duolingo í spjaldtölvunni: „Je suis un chat!”

Ég reyndi að hjálpa honum með „Je suis un garçon“ en hann skammaði mig fyrir að nota ekki skrýtna c-ið


Posted

in

by