Fyrir mjöööög mörgum árum bjó ég í Riga, Lettlandi í nokkra mánuði.
M.a. bjó ég í hverfi sem heitir Plavnieki, í stórri blokk sem er sirkabát nákvæmlega eins og næstu 20 blokkir. Ég var á 7. hæð, svo það var ekki gaman þegar lyftan bilaði.
Þá sjaldan lyftan virkaði var bara hægt að ýta á einn hnapp í einu. Ef ég kom inn í lyftuna og ýtti á sjö, en svo kom einhver á eftir mér sem vildi fara á þriðju hæð, þurfti viðkomandi að gjöra svo vel að koma með mér upp á 7 og ýta þar á 3 eftir að ég var kominn út.
Þegar lyftan bilaði var bara að prísa sig sælan að þú hafir ekki verið inni í lyftunni þegar það gerðist og kjaga upp.
Ég kom nokkrum árum seinna í húsið og náði þessari mynd í lyftunni.
Leave a Reply