Fjögurra ára skoðun

Albert, fjögurra og hálfs árs í fjögurra ára skoðun:

Hjúkrunarfræðingur: „Sýndu á spjaldinu hvaða stafur er alveg eins og stafurinn sem ég bendi á!“

A: „O! Tje! Há! Vaff!“

Hjfr: ??„Þekkirðu alla stafina?!?“


Hjfr: „Kanntu að telja upp í tíu?“

A: *telur upp í tíu*

Hjfr: *byrjar að skrifa*

A: „…Ellefu! Tólf! Þrettán! Fjórtán! Fimmtán! Sextán! Sautján! Átján! Nítján! Tuttugu!“

Hjfr: „Flott hjá þé…“

A: „Tuttugu einn! …“

?

A: „Fjörtíoníu! Fimmtíu!!“

Hjfr: „Vel ge…“

A: *dregur djúpt andann* „Fimmtío einn!“

Hjfr: *kíkir á klukkuna*

A: „Fimmtío tveir!“

?

A: „Nítíoníu! Hundrað!“


Hjfr: „Svo færðu líka bólusetningu“

A: „En ég er ekki með neina bólu?!?“

Hjfr: *sprautar*

A: *bítur á jaxlinn* „Þetta var nú svoldið mikið vont“


Posted

in

by