Í vinnunni

Telma: *er í heimsókn í vinnunni hjá pabba* „Pabbi, hvað gerirðu eiginlega í vinnunni?“

Pabbi *tárast yfir því að einhver sýni vinnunni hans áhuga*: „Sko, ég skrifa leiðbeiningar með forritum. Eins og til dæmis ef þú ætlar að skrifa í tölvunni og prenta út, þá eru til leiðbeiningar sem segja ýttu hér og skrifaðu svona og ýttu svo hér og ýttu svo á OK og svo kemur blaðið úr prentaranum. Ég geri svoleiðis!“

T: „Mig langar svo í Nutella“


Tveimur tímum síðar….

Telma: *labbar framhjá þegar pabbi er að skoða tölvupóst* „Hvers konar leiðbeiningar eru þetta eiginlega?!?“

Pabbi: ?

T: „Ég hef sko aldrei séð svona leiðbeiningar…“ ??


Posted

in

by