Albert: „Pabbi!“
Pabbi: *rumskar*
A: „Pabbi!“ *þrammar upp tröppurnar með látum*
A: „Pabbi!“ *kemur inn í svefnherbergi, að rúminu og potar varfærnislega í öxlina á pabba til að færa áríðandi tíðindi*
P: *umlar*
A: „Pabbi, Nellý og Nóra er sjónvarpið!!“
Baksaga: Aðspurður velur Albert alltaf Hvolpasveit. Í viðleitni minni til þess að auka fjölbreytnina í því sem pjakkurinn horfir á (og minnka líkur á að ég missi vitið), laumast ég af og til til að kveikja á barnaefni sem er aksjúallí skemmtilegt – mjög oft Hæ Sámur eða Nellý og Nóra – án þess að spyrja hvað hann vill.
Þess vegna ályktar hann (réttilega), að þetta séu uppáhalds þættirnir mínir
- mars 2021: Uppfært!