Þvottavél

Það er kannski um ár síðan Albert lærði að setja þvottavélina í gang. Það kemur ákaflega skemmtilegt píp-píp hljóð sem vekur kátínu hjá litlum pjökkum. Stundum verða hreinlega illindi ef einhver annar gerir píp-píp.

Hann verður þriggja ára í sumar, og er nú, örlítið á undan áætlun, búinn að læra að kveikja á þvottavélinni, velja prógramm og setja hana svo í gang.

Næst á dagskrá: Ræða aðeins við hann um af hverju við setjum yfirleitt föt í vélina fyrst.


Posted

in

by