YFIRLÝSING

Ég tel rétt að það komi skýrt fram á þessum vettvangi að ég var rétt í þessu að senda lögfræðingi mínum erindi varðandi erfðaskrá mína.

Í sem allra skemmstu máli, Albert er semsagt aftur kominn inn í erfðaskrána, en leiðindamálið sem varð þessa valdandi hefur eftir marga erfiða mánuði fengið farsælan endi.

Það kemur engum sem þekkir mig á óvart hve stórkostlega létt mér er við þessi málalok, enda ýmislegt sem gengið hefur á, það er engum léttvæg ákvörðun að hafa tugi þúsunda, jafnvel hundrað þúsund af sínu eigin holdi og blóði með þessum hætti.

Nema hvað, Albert, sem hefur hingað til fussað, sveiað og fúlsað við hvers kyns ostmeti og engum fortölum tekið hefur nú tekið ástfóstri við 26% Gouda — að því gefnu að osturinn sé í rifnu formi. Nú þegar er þessi ást svo sterk að til vandræða horfir: Drengurinn reyndi fyrr í kvöld að elta fiskrétt inn í ofn.


Posted

in

by

Comments

Leave a Reply