Í Lettlandi

Laugardagur. Síminn hringir. Ance. Nema þetta var ekki Ance. Þetta var…

Telma: „Hæ pabbi! Hvað ertu að gera? Ertu í vinnunni?“

Pabbi: „Nei, engin vinna í dag, ég var að koma heim úr búð! Hvað ert þú að gera?“

T: „Ég er að gera leikrit í Lettlandi. Sandra vill ekki horfa. Mamma er að lesa bók í Lettlandi. Ég var að hjóla með engin hjálpardekk! Opis keypti nýtt hjól í Lettlandi“

P: „Mér heyrist vera gaman … í Lettlandi“

T: *fliss* „Já! Í kvöld erum við að fara í bað í Lettlandi“

Ance (í bakgrunni): „Telma, hvað ertu að gera?“

T: „Ég er í símanum í Lettlandi!“

A: „Ertu í símanum í alvörunni? Við hvern ertu að tala? Ertu nokkuð að stelast til að hringja í pabba til Íslands?“


Posted

in

by