Matseðill

Erum að gera tilraun með myndrænan matseðil. Ákveðum semsagt á sunnudegi hvað við ætlum að hafa í matinn alla vikuna. Höfum stelpurnar með í þessu og leyfum þeim að velja (innan vissra marka!). Þær hjálpa líka að prenta myndir, klippa út og líma á matseðilinn.

Þetta er frábær hugmynd og við getum mælt með henni: Allir geta auðveldlega fylgst með því hvað er í matinn hvenær og ef einhver er með erfiðar séróskir eða biður um eftirrétt er mjög auðvelt að benda bara á matseðilinn.

En það borgar sig að fylla matseðilinn vandlega út. Í fyrstu vikunni læddist Telma (4,5 ára) þegar við sáum ekki til og teiknaði ís í alla auðu reitina.


Posted

in

by

Comments

Leave a Reply