Snuddustjóri

Telma er sjálfskipaður yfirsnuddustjóri Alberts. Áður en hann fékk snuðið ræddi hún lengi um hvað það væri augljóst að snuddan væri svarið við öllum hans vandamálum. Og nú, ef Albert svo mikið sem hnerrar hleypur hún um allt skríkjandi „Hvar er snuddan?!“

Okkur grunar að barnið sé með þessu að vinna úr djúpstæðu tráma sem hún varð fyrir síðasta sumar á siglingu milli Helsinki og Tallinn, en þá féll snuðið hennar óforvarandis fyrir borð (ehem). Sem betur fer var víst lítið og krúttlegt hvalabarn sem fann snudduna. Tilhugsunin um það hefur hjálpað á erfiðum stundum


Posted

in

by

Comments

Leave a Reply