Svefn

Ég var orðinn vansvefta í gær eftir að hafa ekki sofið nóg í langan tíma, en asnaðist samt til að ílengjast yfir kosningasjónvarpinu frekar en fara að sofa kl. 9.

Sofnaði um miðnætti. Um hálftvö kom Sandra sem átti erfitt með að sofna aftur, heilinn hennar var að láta hana hugsa eitthvað ljótt.

Að svo miklu leyti sem ég var enn með rænu er ég þokkalega viss um að við höfum bæði sofnað um hálffjögurleytið. Hún, 120 cm há, á sinni þykku og góðu 200 cm löngu dýnu, ég, 190 cm hár, á þunnri 150 cm langri dýnu á gólfinu.

Nema hvað, ég hef enga aðra afsökun fyrir því að þær sitja nú inni í stofu og horfa á jólaþættina af Skoppu og Skrítlu.

Gerði sterkt kaffi til að reyna að halda meðvitund
Reyni að halda meðvitund

Uppfært:

Ábót á kaffi - meira af kaffi en vatni
Ábót á kaffið

Posted

in

by