var latur og tók leigubíl upp á hótel. bílstjórinn sagði ekki mikið á leiðinni, nema kvartaði undan traffíkinni og svo: „einmitt! seinni partinn á föstudegi er tilvalið að fara í smá vegavinnu!“’”
það er rétt sem þau segja hugsaði ég – Pólverjar eru síkvartandi!
uppi á hótelherbergi tæmdi ég vasana og fattaði um leið að síminn varð eftir í leigubílnum
rótaði í hrúgunni úr vasanum. fann kvittunina frá leigubílnum. hljóp niður í afgreiðslu í ofboði til að sjá hvort hægt væri að reyna að ná í gaurinn
það fyrsta sem ég sé þegar lyftudyrnar opnast er kaldhæðinn en elskulegur leigubílstjóri að afhenda símann minn í afgreiðslunni
Jacek Szczepa?ski, ég gæti ekki sagt eftirnafnið þitt þó lífið lægi við, en ég elska þig!

ég reyndi að knúsa hann, en hann vildi það ekki. klappaði honum vel á bakið og sagði „thank you“ og „dzi?kuj?“ átta milljón sinnum á meðan hann lagði á flótta frá atlotum mínum