Tag: life

  • Ég: „Vúpp vúpp! Loksins kominn aftur í vinnuna eftir 14 daga frí!“ *brettir upp ermar* „Nú skal sko unnið!“


    Vinnan: Hey, manstu styttingu vinnuvikunnar? Þú mátt fara heim kortér yfir eitt í dag!

  • Það besta sem gerðist á árinu var að ég fékk gamalmennagleraugu, og nú sé ég Albert í bestu fáanlegu upplausn!

  • Kisa

    Erum að passa kisu

  • Þurrt?

    Eiginkonan: „Finnst þér jólatréð ekki orðið soldið þurrt?“

    Ég: „Nei, er það?”

    Kisan sem við erum að passa: *hnerrar*

    Jólatréð:

  • Nokkrar reglur sem Albert, þriggja og hálfs, hefur lært af Laginu um það sem er bannað:

    • „Þa má ekki pissa!“
    • „Þa má ekki fá tyggjó“
    • „Má ekki skoða kall!“
    • „Má ekki henda orm í mömmu!“
    • „Má ekki hlæja!“
  • Kardemommubær

    Hugleiðingar miðaldra manns sem les Kardemommubæinn fyrir börnin sín, áratugum eftir að hafa séð verkið sjálfur:

    • Það er miklu meira um Tobías en mig minnti
    • Soffía frænka stoppar mjög stutt hjá ræningjunum
    • Allir heita eitthvað, nema bakarinn, pylsugerðarmaðurinn og kona Bastíans bæjarfógeta

    Slæmu fréttirnar: Ég er kominn með Hvar er húfan mín á heilann, og ég kann ekki textann

    PS: Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að syngja „seglgarnsspottana“??

    en þessar myndir…


  • É mæla hann!

    Albert: „É mæla hann! Hann tuttu átta!“

  • Tónleikar í tónlistarskóla barnanna í morgun. Mis-flink börn að spila mis-vel á mis-stóra gítara.

    Mjög gaman, nema ég átti erfitt með að fara ekki að flissa undir einu laginu, sem ég heyrði nýlega í annarri útgáfu

  • Það eru engin sérstök hlýindi

    rúðupiss

    Not the warmest day

  • Hlýindi

    Það hefur sosum verið hlýrra

  • „Ef jólasveinninn er alltaf að fylgjast með manni, þá er hann líka að horfa þegar maður fer á klósettið! Hann getur séð einkastaðinn!“

  • Celine Dion

    Hjúkrunarfræðingur: „Fékkstu miðana á Paul McCartney?“

    Ég: *kúgast*

    Læknir: *horfir á skjáinn* „Nei það var uppselt.“

    Ég: *anda rólega*

    Læknir: „En var ég búinn að segja þér að við förum á Celine Dion eftir tæpt ár?“ *ýtir slöngunni enn lengra ofan í kokið á mér*


    Nurse: “Did you get the tickets for the Paul McCartney concert?”

    Me: *gagging*

    Doctor: *watches screen* “No, it was sold out”

    Me: *breathing calmly*

    Doctor: “But did I tell you we’re going to see Celine Dion in December next year?” *pushes tube even further down my throat*