Tag: life
-
Sýnist sem það hafi verið mjög vel til fundið að horfa ekki á handboltann. Það er ekki gefið að hjartað ráði við svona álag þegar maður er kominn á þennan aldur
-
Af því ég veit þið hafið verið að velta því fyrir ykkur, Hvolpasveit heitir Patrulla Canina á spænsku
-
Pus
Ég bý í húsi þar sem heyrist mjög vel þegar blæs að austan og þarf að sofa við lokaða glugga þegar pusar og verð að segja að mér finnst reglulega tillitssamt af stormunum að koma aðra hverja nótt svo ég geti notað hina nóttina til að sofa og anda
-
Herbie
Hæ þú, hér er Herbie á hjólabretti
-
Hálf milljón
Ég setti mér háleitt markmið í desember: Hálf milljón skref í skrefakeppni. Það tókst og nú er ég stoltur og lúinn, búinn Nú er hafinn skrefanúar og ég er með eitt markmið: Missa streakið að ganga 10 þúsund skref á dag. Þökk sé veðrinu gæti það jafnvel náðst í dag Er að passa mig að…
-
Lokametrarnir
Þegar það er þriggja stiga frost og 25 m/s í hviðum en þú ert á lokametrunum í skrefakeppni Það er sko hreint ekkert grín að vera svona þrjóskur
-
Keppni
Ance: „Hvað segirðu, er einhver keppni?“ Ég: „Já, skrefakeppni í vinnunni – sá sem tekur flest skref í desember vinnur!“ A: „Eru verðlaun?“ É: „Já, en ég veit ekki hvað“ A: „Og þessvegna kemurðu aldrei heim – ert allan daginn úti að labba?“ É: „Öööö, jaaaáááá..?“ Ance: „Hmmm … kannski ætti ég að vera með…
-
Jújú, ég ældi smávegis í nótt og hélt ég væri að deyja, en ég er ekkert ef ég er ekki einþykkur, þver, þrjóskur. Fer ekki að láta einhver smáatriði koma í veg fyrir að ég nái markmiðinu í miðri skrefakeppni í vinnunni
-
Þegar þú ert miðaldra maður, þrjóskari en andskotinn sem á hund, býr á Kjalarnesi og er í skrefakeppni í vinnunni sinni
-
Áminning
Þegar þú færð áminningu um að þú sért að fara í leikhús eftir 48 mín og færð næstum hjartaáfall af því þú býrð 30km frá leikhúsinu og þú skiptir um föt í ofboði og hleypur út í bíl og brunar af stað og ert kominn hálfa leið þegar leikhúsfélagarnir senda skilaboð og spyrja hvort þú…
-
Sparistellið
Þegar öll fjölskyldan losnar úr 10 daga sóttkví og einangrun má draga fram sparistellið
-
Veikur?
Í gær Loksins þegar ég er búinn að læra að mæta ekki veikur í vinnuna þarf ég ekkert að „mæta“ — ég er allan daginn í vinnunni — vakna þar, borða morgunmat og öskra á krakkana Nú þarf ég bara að læra hvenær ég er of veikur til að vinna ? Í dag Ok, ég…