Að lýsa upp stjörnurnar og snjóinn

Að lýsa upp stjörnurnar og snjóinn
Fyrir stuttu bar nafnið Steingrímur Hermannsson mjög sjaldan á góma á heimilinu.
En nú er allt breytt! Þökk sé Verbúðinni veit konan mín nú að hann var til viðtals í sundskýlu!
Þökk sé Kanarí eru börnin mín endalaust að syngja um hann!
Steingrímur Hermannsson, hvað ert þú að segja?
Kanarí
Ert’að segja haaa?
Ert’að segja baaa?
Ert’að segja hvað?
… Ég verð bar’að segja það…
ÉG ER FRJÁLS!!
Verður gott að komast út að græja bæði köku og gjöf fyrir Telmu sem var soldið súr yfir lágstemmdu 10 ára afmæli í gær því allt fullorðna fólkið á heimilinu var í einangrun
Ég var ekki kominn með bílpróf þegar ég fékk mínar 15 mínútur af frægð. Leiðin hefur legið niður á við síðan…
Sýnist sem það hafi verið mjög vel til fundið að horfa ekki á handboltann.
Það er ekki gefið að hjartað ráði við svona álag þegar maður er kominn á þennan aldur
Af því ég veit þið hafið verið að velta því fyrir ykkur, Hvolpasveit heitir Patrulla Canina á spænsku
Ég bý í húsi þar sem heyrist mjög vel þegar blæs að austan og þarf að sofa við lokaða glugga þegar pusar og verð að segja að mér finnst reglulega tillitssamt af stormunum að koma aðra hverja nótt svo ég geti notað hina nóttina til að sofa og anda
Hæ þú, hér er Herbie á hjólabretti
Today is #NationalBirdDay. Which is an excuse to take a look at Herbie, the skateboarding duck, in 1978. pic.twitter.com/WQwc01Vviz
— BBC Archive (@BBCArchive) January 5, 2022
Ég setti mér háleitt markmið í desember: Hálf milljón skref í skrefakeppni. Það tókst og nú er ég stoltur og lúinn, búinn
Nú er hafinn skrefanúar og ég er með eitt markmið: Missa streakið að ganga 10 þúsund skref á dag.
Þökk sé veðrinu gæti það jafnvel náðst í dag
Er að passa mig að enda ekki með áráttuhegðun
Þegar það er þriggja stiga frost og 25 m/s í hviðum en þú ert á lokametrunum í skrefakeppni
Það er sko hreint ekkert grín að vera svona þrjóskur
Ance: „Hvað segirðu, er einhver keppni?“
Ég: „Já, skrefakeppni í vinnunni – sá sem tekur flest skref í desember vinnur!“
A: „Eru verðlaun?“
É: „Já, en ég veit ekki hvað“
A: „Og þessvegna kemurðu aldrei heim – ert allan daginn úti að labba?“
Ance: „Hmmm … kannski ætti ég að vera með þrifakeppni á heimilinu? Sá sem ryksugar mest og skúrar vinnur“
Jújú, ég ældi smávegis í nótt og hélt ég væri að deyja, en ég er ekkert ef ég er ekki einþykkur, þver, þrjóskur. Fer ekki að láta einhver smáatriði koma í veg fyrir að ég nái markmiðinu í miðri skrefakeppni í vinnunni