Þegar klukkan er 6.23, konan á næturvakt, báðar dæturnar skriðnar upp í rúm til þín — vakandi að sjálfsögðu — og þú færð óþægilegt hugboð um að Bjúgnakrækir hafi gleymt einhverju
Tag: jól
-
-
Telma (3,5) gerir jólakort fyrir opis (afa sinn í útlöndum).
Teiknar að sjálfsögðu fyrst draug, krókódíl og saumavél
-
jólapeysa
ég vona að myndin komi því vel til skila hvað ég lagði mikla vinnu í jólapeysuna í ár
-
er ég að gera þetta rétt?
-
eitthvað á þessa leið voru jólin okkar 🙂
gleðilega jólarest! (þó seint sé í bossa klipið)
Merry rest of Christmas everyone (better late than never!)Sandra teiknaði mynd af sér. Þarna er gras, bolti, sól og ský sem úr kemur úrhellisrigning Sandra teiknaði líka pabba jólasvein. Stundum er snjókallinn snjókall, stundum er hann Telma Besta jólagjöfin í ár var frá Telmu til okkar allra 😀 Ance gerði íslugtir 🙂 í 5 mínútur suðuðu þær og báðu um Skoppu og Skrítlu, en svo dáleiddi Emil þær og suðið þagnaði Sandra gerði kall úr leir Telma reynir að draga Söndru á nýja sleðanum -
Stelpurnar og Ance sátu og pökkuðu inn gjöfum.
Sandra: „Pabbi, við erum búin að pakka inn þremur pökkum!“
Pabbi: „Vá, eru rosa margir sem fá pakka frá okkur?“
S: „Já!“
P: „Kannski fáum við einhverja pakka líka?“
S: „Neinei! Við þurfum ekki pakka,“ sagði hún og benti á pakkana tvo sem þær systur gerðu á leikskólanum. „Við eigum pakka!“
-
jólapeysa
ég vinn ekki ljótujólapeysukeppnina í vinnunni, en ef það væri jólasveinaderhúfuflottukeppni þá væri sigurður orðinn sigurviss
jólasveinaderhúfa -
Jólin
Eru þetta ekki örugglega jólin 2015 sem eru komin í ikea?
-
jólaævintýri
eftir skemmtilega stund hjá Svövu systur lögðum við semsagt af stað heim á Kjalarnesið aftur um níuleytið í gærkvöldi í ágætu veðri. það fór aðeins að blása þegar við komum í mosó, og þegar við komum út úr mosó var bara hreint doltið pus
í því að við keyrðum undan síðasta ljósastaurnum við brúna yfir Leirvogsá kom hvellur og allt varð hvítt. veðrið fór úr pusi (18 m/s og 34 í hviðum) í rok (26 m/s – 40 í hviðum)
nú er ég skynsamur maður og sá strax í hendi mér að þetta gengi ekki, ekki með lítil börn í bílnum. ég snéri snöggvast við og reddaði gistingu í höfuðborginni. ég sver að Ance var ekki búin að öskra og garga á mig nema í mesta lagi 2-3 mínútur þegar ég komst að þessari skynsamlegu niðurstöðu alveg upp á mitt einsdæmi
-
Sandra vill þakka Askasleikjó kærlega fyrir rúsínurnar sem hún fékk í skóinn
-
Meira
Sandra horfði út um gluggann og sagði „jólasveinn, meira!“
-
Sandra „aðstoðar“ við að gera piparkökuhús
Sandra “helping out” with the gingerbread house
Sandra „aðstoðar“