Tag: jól

  • Telma (7): „Ég veit hver gefur í skóinn! Þið!“ *veifar fingri í átt að foreldrum sínum eins og til að segja ligga ligga lá*

    Pabbi: *reynir af veikum mætti að kæfa fliss*

    Mamma: „Veistu að jólasveinarnir gefa bara þeim sem trúa á jólasveinana í skóinn!“

    *löng þögn*

    T: „Ég ætla alltaf að trúa á jólasveinana“

  • „Ef jólasveinninn er alltaf að fylgjast með manni, þá er hann líka að horfa þegar maður fer á klósettið! Hann getur séð einkastaðinn!“

  • Mamma: „… og óþekk börn fá auðvitað kartöflu í skóinn“

    Telma *lýgur*: „Það er allt í lagi, mér finnast kartöflur góðar“

    M: „Frábært! Kannski heyra jólasveinarnir þetta og gefa þér alltaf kartöflu, líka þegar þú ert góð!“

    T: ?

  • Albert: „Ég gera snjörnu!“

  • Þegar þetta dugði ekki til að vinna jólapeysukeppnina í vinnunni fyrir fjórum árum hætti ég að taka þátt

    Dómaraskandall

  • Telma: „Snjókorn falla á allt og alla, ?
    börnin leika og skemmta sér.
    Nú er árstíð kærleika og friðar. ?
    Komið er að …“ ?

    Albert (3ja ára): „…jólastund!“

    T: „Vinir hittast og halda veislur, ?
    borða góðan …“ ?

    A: „…jólamat!“

  • Grinch: *er í sjónvarpinu*

    Dóttir: „Pabbi, er jólasveinninn til í alvörunni?“

    Pabbi:

    D: „Eða eru það þú og mamma sem setja í skóinn?“

    Pabbi:

    Grinch: *gerir eitthvað fyndið*

    D: *hlær*

    Pabbi: *læðist í burtu*

  • „En hvernig varð Jesúbarnið frægasta barnið?!? Það er bara barn!!?“

  • Í þrettán daga þurfti að benda Albert (2ja og hálfs) á að kíkja í skóinn sinn á hverjum morgni
    Að morgni jóladags er það fyrsta sem hann segir „Kíkja skó“