Tag: jól

  • 17 mínútur

    17 mínútur liðnar af 2022: Telma, 9 ára: „Af hverju líður mér eins og það sé ennþá 2021?“

  • Ég elska alla

    Úti að labba með Húgó í storminum í gærkvöldi: „Pabbi, ég elska alla í heiminum! Líka fólkin sem ég hef aldrei séð!“

  • Pa: „All I want for Christmas is Pú“

  • jólavoffi

  • Grýla

    Skoðum bók þar sem Grýla og jólasveinarnir koma fyrir Albert *starir á mynd af Grýlu*: „Var Grýla einusinni barn?“ Pabbi: „Já! Það hlýtur að vera!“ A: „Og … borðaði hún þá börn?“

  • Áramótaskaup

    Börnin horfa á áramótaskaupið 2020 þriðja sinni, nú með gesti: Samkjafta ekki hvert ofan í annað: „Já, þetta! ÉG EEELSKA ÞETTA!!?!“ lýsa svo því sem er alveg að fara að gerast í smáatriðum. „Svo segir einhver „af hverju ertu að hreyfa munninn!“ *fliss*“ „SLEIKJA Á MÉR PÚNGINN!“ „Veistu hvað dikkpikk er?“

  • Ó, tyggjókall!

    Besta atriðið úr vel lukkuðu Krakkaskaupi 2020

  • Flottasta bolinn

    Fullorðnir eru voða uppteknir í eldhúsinu og stóra stundin að renna upp Pabbi: *kíkir fram og sér að sonurinn er í buxum, sokkum og skítugum bol* „Albert, geturðu farið sjálfur upp og fundið flottasta bolinn og klætt þig í hann?“ Albert, uppi: „Þetta eru sko flottustu nærbuxurnar mínar!“ Pa: Hmm? Albert kemur svo niður, í…

  • Ahhhh jólin! Skemmtilegasti tími ársins, þegar maður fær hlýju í hjartað við að renna yfir jólakveðjurnar á fb, grandskoðar allar fallegu myndirnar, telur fullorðna fólkið og reiknar út hverjir hafi skilið á árinu

  • Albert: „Hvert erum við að fara?“ Pabbi: „Í kirkjugarðinn, manstu þar sem amma er ofan í jörðinni“ A: „Ó já, þar sem amma hans afa var að grafa holu og fór ofaní holuna *leikur að leggjast ofan í holu* og dáaði og setti svo lokið yfir!“

  • Á leiðinni heim úr leikskólanum Albert: „Það var bíó í dag!“ Pabbi: „Frábært! Hvað voruð þið að horfa á?“ A: „Það var grænn jólasveinn!“

  • Lítið jólatré

    Albert kom með mér að kaupa jólatré. Á leið aftur að bílnum fann hann litla grein og hrópaði: „Lítið jólatré!“ /Took Albert to buy a Christmas tree. On the way back to the car, he found a little branch and shouted: “A tiny Christmas tree!!”