Tag: börnin

  • Lesum bók um líkamann, m.a. skynfærin fimm

    Pabbi: „Til hvers notum við augun?“

    Albert: „Til að horfa!“

    P: „Til hvers notum við puttana?“

    A: „Til að pota!“

    P: „En nefið?“

    A: „Til að snýta!!“

  • Með kommu

    Eftir þrotlausar rannsóknir hefur Albert, fjögurra ára, fundið alla stafina sem hægt er að gera með kommu.

    Og ess

    og hér er hann að kenna Telmu, nær níu ára gamalli systur sinni að gera ? og &

  • Lesið fyrir háttinn

    Í bókinni er talað um tennur

    Albert: „Ég er með miklu fleiri tennur en Sandra og Telma!“

    Pabbi: „Núúú? Af hverju?“

    A: „Þær eru búnar að missa margar tennur, en ég er ekki búinn að missa neina!“

  • Pabbi: „Albert, hvað viltu gefa systrum þínum í jólagjöf?“

    Albert: ??? „Blóm!“ … *hleypur og grípur kaktus* „Þetta blóm!“

    A: ? „Nei, blóm er bara fyrir Telmu! Þetta er fyrir Söndru“ *kemur með tuskudýrs-hund sem er búinn að vera á heimilinu lengur en hann sjálfur*

    A: *nær í blað* „Hvernig skrifar mar glevi jól?“

  • í bíltúr

    Albert: „Sjúkrabíll og brunabíll! Einhver var að meiða sig og það var eldur“

    Pabbi: „Já?“

    A: „Kannski var einhver með eld og sykurpúða og potaði í eldinn og meiddi sig!“

  • am grúmet

    Albert (4): „Pabbi, hvernig skrifar maður am grúmet?“

    Pabbi: „Am hvað?“

    A: „Æm krúmet“

    P: „Am krúmet? Lommér sjá“

    A: „Æm krú-met“

    P: „Ahhhh, ertu í Amonngöss!?? I emm bil sje err e tvöfaltvaff emm a té e“

  • Pabbi bardúsar í eldhúsinu

    Albert (4 ára), inni í stofu: „Pabbi! Hvernig á að skrifa jól?!“

    P: „Joð…“

    A: „Kva svo?“

    P: „Ó! ?… Kanntu að gera..?“

    A: „Kva svo?“

    P: „Ell … Af hverju ertu að skri…“

    Úr spjaldtölvunni berast jólalög

  • Þurfti að skjótast í svona klukkutíma

    Þegar ég kom aftur kom pjakkurinn grátandi út: „Pabbi, ég saknaði þín! Ég saknaði þín svoooo mikið!“

    Svo hoppaði hann upp um hálsinn á mér og knúsaði mig eins og hann hefði ekki séð mig í mánuð.

    Og ég fékk eitthvað í augað

  • Pabbi bardúsar í eldhúsinu

    Albert, smá veikur inni í stofu: „Já! Nú veit ég hvernig á að gera graut!“

    P: ?? *kíkir inn í stofu*

    A: *situr og horfir á Stundina okkar þar sem börn kenna okkur að gera hafragraut með eplamús*


    Pabbi bardúsar enn í eldhúsinu

    Albert, smá veikur inni í stofu: „PABBI!“

    P: *hleypur áhyggjufullur inn í stofu*

    A: *bendir spenntur á sjónvarpið, hvar Músahús Mikka er að byrja* „Sérðu! Uppáhaldið þitt!“

  • Þurfti að sækja Albert snemma á leikskólann því hann er kominn með hita.

    A, á leið út í bílinn: „Veikurið lét mig sofna eins og litlabarn!“

  • Rúgbrauð með papriku og krakkavítamíni

    Þegar Albert biður um rúgbrauð með papriku og krakkavítamíni fær Albert rúgbrauð með papriku og krakkavítamíni

    Og þegar Albert biður um meira rúgbrauð með papriku og krakkavítamíni fær Albert meira rúgbrauð með papriku og krakkavítamíni

  • Tannálfurinn

    Telma: „Hey! Ég gleymdi að kíkja undir koddann í morgun til að sjá hvað ég fékk frá tannálfinum!“

    Pabbi: *svelgist á kornflexi. lítur skelkaður á mömmu, sem horfir döpur í gaupnir sér*

    Sandra: *horfir ásakandi á foreldra sína og hristir höfuðið*

    T: *kemur niður aftur. leið*

    S: „Tannálfurinn er í sóttkví!“