Tag: Best of

  • Epli

    Albert: „Mamma, langar epli!“ Mamma er vant við látin, svo pabbi spyr: „Viltu epli?“ Albert, sem verður þriggja í sumar, lítur snöggt á föður sinn: „Heitir þú mamma?“ P: „Ööö…“ A: *bendir* „Þú heitir pabbi!“ *bendir* „Hún heitir mamma!“ *bendir* „Hún heitir Sandra!“ *bendir* „Hún heitir Telma!“ *bendir* „É heiti Ambett! Þá allir búnir!“

  • Ástæða 364

    Ástæða 364 fyrir því að losna við bumbuna mína: Þar sem ég hjólaði heimleiðis í gær tókst bumbunni minni að aflæsa símanum í vasanum, opna facebook, finna nokkurra ára gamla brúðkaupsmynd af fyrrum nágrönnum og tagga bæði mig og konuna mína á myndinni (Algjör grundvallarmistök hjá bumbunni að tagga konuna mína líka. Ef Ance hefði…

  • Klukk

    Pabbi: *á snyrtingunni* Albert, í gegnum læstar dyr: „Pabbi segja klukk!“ P: „Öööö … klukk?“ A: „Nei! Segja klukk klukk!!“ P: „Klukk klukk!!?“ A: „Meira klukk klukk, é get ekki opna!“ P: *aflæsir* Lás: „Klukk!“

  • Sjáðu

    Barn: *horfir á einhverja þrautleiðinlega bíómynd* „Sjáðu pabbi, pabbi sjáðu!“ Pabbi: *horfir* B: „Sjáðu pabbi, pabbi sjáðu!“ P: *horfir* B: „Sjáðu!“ P: *blikkar* B: „PABBI! HORFÐU ALLAN TÍMANN!“

  • Krabbameinið

    Stelpurnar voru að rífast og tuskast smá á. Sandra klípur Telmu. Telma, við Söndru: „Þú ert krabbameinið!“ Pabbi: „Ha!?!“ T: „Já, svona lítill maður sem klípur!“ P: „Ha?“ T: „Já, svona lítill kall sem er eiginlega eins og krabbi og hann klípur mann! Krabbamennið!“

  • Ást er…

    Verður reglulega hugsað um sjónvarpsþýðandann sem fannst góð hugmynd að þýða “Love is a four letter word” sem „Ást er fjögurra stafa orð“

  • Barnauppeldi

    Fyrsta barn Skv. grein sem ég las er best að gera svona og vera ákveðinn. Nei þýðir nei! Þriðja (og síðasta) barn Ooooo, hvernig get ég sagt nei við svona mikla dúllu og rúsínurassgat!?! Líka þ.(o.s).b. Hmmmmm, hvernig stendur á því að hann er svona mikil frekja?!?

  • Öskrin þagna

    Þegar öskrin og lætin á efri hæðinni þagna allt í einu en þú þorir ekki upp að tékka hvort stelpurnar hafi leyft litla bróður að vera með í leiknum eða drepið hann

  • Frídagur með börn

    Fyrsta barn Þriðja barn

  • Fjórar vikur

    Ég, í apríl: Já, það er geggjuð hugmynd að ég verði heima í fjórar vikur í sumar og hugsi um börnin! Við getum gert svo margt æðislegt saman! Líka ég, í júlí, 2 vikur búnar af 4: Grátandi inni á klósetti meðan börnin horfa á jóladagatal Skoppu og Skrítlu

  • Menntun

    Sandra sér til þess að börn Barbíjar fái menntun við hæfi Ég átti ekki eldspýtustokk svo græn baun sýnir stærðarhlutföll Við sjáum fram á stóraukinn hagvöxt nú þegar er kominn nýr gjaldmiðill

  • Senur úr leikritinu Börnin með í kirkju

    Sandra: „Verður þetta aldrei búið?“ Áður en ég næ að svara byrjar forspilið og presturinn gengur inn í kirkjuna með fermingarbörnin. Aðstandendur standa upp til að ganga til altaris. Telma: „Erum við að fermast líka?“ Undir lokin: Sandra: „Af hverju er aldrei klappað?“