Tag: Best of

  • P

    „Af hverju er pje á skónum þínum?“ Þegar sonurinn, tæpra fjögurra vetra, ákveður að það þurfi að merkja skóna hans pabba líka /when your son (not quite four) decides that you also need to label daddy’s shoes (p for pabbi = daddy) Hef í alvöru ekki hugmynd um hvenær hann gerði þetta, en þetta uppgötvaðist…

  • Tannálfurinn

    Dóttir (verður 10 í sumar): „Pabbi, tannálfurinn er ekki til“ Pabbi: *reynir að kæfa glott* „Hvað meinarðu?!“ D: *opnar lófa, sýnir tönn* „Ég setti hana undir koddann án þess að segja ykkur“ P: *ekki flissa! ekki flissa!!* D: „Hún var undir koddanum í margar nætur“

  • Tíðindi af vesturvígstöðvunum

    Tíðindi af vesturvígstöðvunum: Dagur 297.214 í verkfalli. Hér að neðan má finna kannski 17% af því sem við ungi maðurinn höfum rætt í dag: Pabbi: *vinnur heima* Albert: „Pabbi, það er enginn að horfa á Hvolpasveit“ P: „Hmm??!“ P: *fattar að drengurinn er búinn að vera að leika sér með bíla í 20 mínútur* P: „Ó! Má…

  • Uppáhalds

    Mamma: „Mig langar að fara í búð“ Pabbi, kankvís: „Eigum við öll að koma með, eða viltu bara taka uppáhalds barnið með?“ M: „Hmmm, sko, uppáhalds barnið er ekki þægilegast að taka með í búðir“ P: *fliss* Sandra, með stóru eyrun sín: „EIGIÐ ÞIÐ UPPÁHALDS BARN??!?“

  • Stekkjastaur

    Telma: „Pabbi, er afi Stekkjastaur?“ Pabbi: „Af hverju heldurðu það?“ T: „Hann er með tréfót!“ Sandra: „Auðvitað! Þess vegna býr hann einn!!?“ Albert: „Afi er ekki jólasteinn!“

  • Það besta sem gerðist á árinu var að ég fékk gamalmennagleraugu, og nú sé ég Albert í bestu fáanlegu upplausn!

  • Sandra: „Hvað kallarðu fyndna mandarínu?“ Pabbi: „Veitiggi?!?“ S: „Brandarínu!“

  • Celine Dion

    Hjúkrunarfræðingur: „Fékkstu miðana á Paul McCartney?“ Ég: *kúgast* Læknir: *horfir á skjáinn* „Nei það var uppselt.“ Ég: *anda rólega* Læknir: „En var ég búinn að segja þér að við förum á Celine Dion eftir tæpt ár?“ *ýtir slöngunni enn lengra ofan í kokið á mér* Nurse: “Did you get the tickets for the Paul McCartney…

  • Pabbi: „Jæja, viltu vera lögga *sýnir*, hundur *sýnir* eða mús *sýnir*?“ Albert: „Nei! Ég Albert!“ Þannig atvikaðist það að Albert fór sem Albert á búningadag í leikskólanum

  • Albert hoppar eins og brjálæðingur í sófanum. Pabbi: „Hættu þessu!“ Albert hættir þessu ekki Pabbi færir sig fyrir hopparann og segir mjög ákveðið „Nei!“ Albert, þriggja ára, tekur um andlit föður síns og horfir djúpt í augu hans: „Beibí idda má idda má idda má!“

  • Föndur

    Sandra var greinilega að horfa á youtube aftur…

  • Klukkan

    Albert: „Pabbi segja ka klukkan!“ Pabbi: „Hvað er klukkan?“ A: „Klukkan er kú!“ P: *lítur upp*