Tag: Albert

  • Þorbjörn

  • Þegar aðstoðarmaðurinn tekur völdin

    /when your assistant takes over your job

  • Börnin mín eru geggjuð og æðisleg og frábær og best í heimi og ég elska þau út af lífinu, en ég byrja að vinna aftur eftir 46 klukkutíma og 41 mínútu

  • Þegar sólin loksins skín kemur í ljós að ég er tvíhöfða!

  • Viðey

  • Frídagur með börn

    Fyrsta barn

    • gufusjóða þrjár sortir af grænmeti
    • lesa
    • púsla
    • kubba
    • út á róló
    • hlusta á tónlist og syngja með

    Þriðja barn

    • kókópöffs í sófanum
    • 17 þættir af Hvolpasveit
    • ipad

  • Rúgbrauð

    Var greinilega ekki alveg nógu snöggur að verða við beiðni Alberts um meira rúgbrauð

  • Víkingabrauð

    Gerðum víkingabrauð niðrí fjöru í Norðurfirði

    Fórum í ferð með Ferðafélagi barnanna

  • Fjórar vikur

    Ég, í apríl: Já, það er geggjuð hugmynd að ég verði heima í fjórar vikur í sumar og hugsi um börnin! Við getum gert svo margt æðislegt saman!

    Líka ég, í júlí, 2 vikur búnar af 4: Grátandi inni á klósetti meðan börnin horfa á jóladagatal Skoppu og Skrítlu

  • Hugleiðingar um stein

    Hmmm, hvar fann drengurinn þennan stein sem hann heldur á? … Og hvernig steinn er það eiginlega sem molnar í fingrunum á tveggja ára dreng? … – Nei bíddu … þetta enginn helvítis steinn, ÞETTA ER FOKKINGS KLUMPUR AF KATTASANDI!

  • Þegar þú nærð loksins að horfa á leik

  • Dáleiðsla

    Fann vídeó á youtube sem sýnir bara lestir í klukkutíma. Nú eru komnar 25 mínútur og Albert er varla búinn að anda


    Tveimur dögum síðar: 20 mínútur og hann er ekki enn búinn að fatta að þetta er sama vídeóið aftur


    Hér er myndbandið ef þú vilt prófa:

    Lestir bruna í heilan klukkutíma!