Tag: Albert

  • Albert vill horfa á sjónvarp. Pabbi fer í tímaflakk og finnur Hæ Sám síðan í morgun A: Svo klárast Hæ Sámur og Unnar og vinur byrja (Fanboy & Chum Chum). A: „Þetta er ljótt fyrir mig! Ég vil ekki horfa þetta. En þetta er ekki ljótt fyrir ykkur! Þegar ég er farinn í leikskólann megið…

  • Sonur minn, rétt rúmlega fjögurra ára var að lesa bók!! Næst á dagskrá: Kenna honum annað orð

  • Sandra: „Má ég baka?“ Pabbi: „Jájá“ Albert: „Má ég hjálpa baka?!?“ S: „Æi nei, síðast borðaðirðu hveiti!“

  • Stundum

    Pjakkur safnar saman öllum stólum í húsinu. Pabbi: *sitjandi á gólfinu við tölvuna* „Æ!“ Pj: „Það er að koma æfing!“ (sýning) Pa: Pj: „Stundum viljið þið horfa, og stundum viljið þið ekki horfa“ Pa: „Já“ Pj: „Er núna stundum?“ Fimm mínútum síðar er „æfingin“ hafin, og pjakkurinn syngur frumsamið lag á einhverju sem gæti næstum…

  • Albert teiknaði Húgó

  • Pjakkur leikur sér Pj1: „Ó nei! Það brotnaðist“ Pj2: „Hvað brotnaðist? Pj1: „Brúin!“ Pj2: „Ó nei!“ Pabbi: *fliss* Pj: *reiður* „Sérðu þetta?“ *bendir á bók sem liggur á gólfi á milli hillu og sjónvarpsskáps* „Brúin brotnaðist og datt í sjóinn! Þetta er ekki fyndið!“

  • Pabbi: „Við ætlum að fara í bíltúr!“ Albert: „Vei!! Hvert?“ P: „Heimsækja leiðið hennar ömmu. Amma þín er dáin og hún er ofan í jörðinni“ A: „Á að setja dáið fólk oní holu?!?“ P: „Ööö, já, hvar á annars að setja þau?“ A: „…í ruslið?“

  • Albert: *vill ganga frá innkaupum í ísskápinn* Pabbi: *bendir á litlu tveggja þrepa tröppuna sem Albert notar sem stól* „Á ég að rétta þér tröppuna?“ A: *hleypur að stiganum sem liggur upp á efri hæð* „Tröppu? Þessa tröppu? Ætlarðu að rétta mér alla þessa tröppu?“

  • Stelast

    „Pabbi! Þú mátt ekki sjá mig þegar ég er að stelast!“ Ég bauð honum að láta mig vita þegar ætlar að stelast Hann hugsaði málið í smástund og kinkaði svo kolli

  • Pirraður Albert kvartar yfir öllu í morgunsárið, en róast á endanum, eftir 2x brauð með sultu og tvo þætti af Hæ Sámi. Hann skilur samt ekki alveg, því venjulega er ekkert sjónvarp á morgnana og bara hafragrautur á boðstólum: „Pabbi, af hverju leyfirðu mér allt?“

  • Kvöldmatur Albert klárar af diskinum Pabbi: „Viltu meira?“ A: *Hristir höfuðið ákveðinn. Bendir hneykslaður á mylsnu á diskinum* „Ég er ekki búinn!“

  • Albert: *fer inn í geymslu* „Pabbi, hvar er litli hamar?“ Pabbi: „Ööööö af hverju vantar þig hamar?“ A: „Til að hama dekkið á ruslabílinn!“