Kvöld eitt í Riga, seint um haustið 2000, var ég á leið heim eftir miðnætti, nennti ekki að taka sporvagninn svo ég ákvað að flotta mig á „leigubíl“.
Veifaði harkara á Lödu sem hékk saman á lyginni einni og spurði á minni takmörkuðu lettnesku hvað farið til ?genskalna kostaði (Agenskalna, cik maksa).
Hann sagði pieci, (fimm), en ég tók það ekki í mál, ætlaði sko alls ekki að láta svindla á mér, setti mig í stellingar, hristi höfuðið yfirlætislega og bauð ákveðinn tris (þrjá).Hann hristi höfuðið, muldraði eitthvað, veifaði mér að setjast inn og ók af stað.
Á leiðinni þráttuðum við áfram um fargjaldið milli þess sem bíllinn drap reglulega á sér.
Bílstjórinn, sem var vel í holdum, með snjáða derhúfu og sítt og mikið skegg yfir alla bumbuna gafst loks upp á þrefinu, stakk kafloðinni krumlunni í skyrtuvasann og dró upp klink.
Eftir smástund sýndi hann mér lófann. Þar voru tveir peningar, 1 latti og 50 santím (samsvarar á að giska 647 ISK framreiknað).
Ég veit ekki hvernig, en skrjóðurinn komst á leiðarenda, hvar ég borgaði vini mínum að sjálfsögðu þrjá latta
Tl;dr: Skeggjaður gaur á ónýtum bíl bauðst til að aka mér fyrir smotterí en ég „prúttaði“ og bauð 2x meira