Vitiði, ég yrði hreint ekki hissa ef minnst yrði á 23. febrúar 2023 í ævisögu Alberts þegar þar að kemur: Albert í Shangri La
Hann fékk semsagt að vera hjá mér í vinnunni í hátt í 2 tíma, sem dugði þó varla til að prófa allt: Það þurfti að smakka kalt vatn með búbblum, heitt kakó og klemmubrauð! Svo þurfti að spila fótbolta við pabba og Cyan, fúsball, pökk, rúlla um og snúa sér í risastórum stól, og hækka og lækka skrifborð, svo fátt eitt sé nefnt.
Ekki nóg með allt þetta, heldur fann hann páskaegg sem hefur verið í felum frá því fyrir páska



