Albert er í miklum fráhvörfum eftir HM í fótbolta og spáir mikið í hvenær næsta HM verður.
Ég sagði honum frá EM og reyndi að útskýra muninn: „EM er bara fyrir löndin í Evrópu, en HM er fyrir öll lönd í heiminum“
Albert: „Líka Sankti Kristófer og Nevis?“
Síðan hann eignaðist þessa límmiðabók með fánum heimsins er hann orðinn sérfræðingur í hinum ýmsu fánum (og löndunum þeirra)